fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
Pressan

Keypti notaðan ísskáp – Innihaldið var ótrúlegt – Myndband

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 18. júní 2022 07:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrr á árinu keypti Thomas Heller, fimmtugur íbúi í Köthen í Þýskalandi, notaðan ísskáp á eBay. Hann greiddi sem nemur um 32.000 íslenskum krónum fyrir hann. Þegar hann opnaði ísskápinn reyndist innihaldið vera ótrúlegt.

Í ísskápnum voru evrur og það ansi margar eða sem svarar til um 20 milljóna íslenskra króna. Fyrri eigandi hafði sett peningana í ísskápinn.

Sem betur fer þá er Heller strangheiðarlegur og hann fór með peningana á næstu lögreglustöð.

Lögreglan lýsti síðan eftir eiganda ísskápsins. Það var 91 árs kona sem hafði búið á elliheimili eftir að eiginmaður hennar lést. MDR segir að þegar konan lést hafi eigur hennar verið seldar, þar á meðal ísskápurinn.

Það var barnabarn konunnar sem sá um söluna og hafði það ekki hugmynd um að peningar væru í ísskápnum.

Thomas fékk fundarlaun en þau voru 3% af heildarupphæðinni. Hann hefur að sögn ekki ákveðið hvað hann gerir við peningana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp

Rússneskur herforingi sprengdur í loft upp
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dregur til baka fullyrðingu um að vinur hans hafi misnotað hann fyrir áratugum

Dregur til baka fullyrðingu um að vinur hans hafi misnotað hann fyrir áratugum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram

Vonast til að leysa loksins ráðgátuna um morðið á litlu fegurðardrottningunni eftir að ný sönnunargögn komu fram
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð

Ungar konur hjálpuðu barni að fremja morð
Pressan
Fyrir 6 dögum

Móðirin brjáluð yfir ásökunum um kynferðisbrot – „Ekki séns í helvíti“

Móðirin brjáluð yfir ásökunum um kynferðisbrot – „Ekki séns í helvíti“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fjölskylda NASCAR ökuþórs lést í flugslysi í gær – Skilaboð til mömmu mínútu áður: „Við erum í vandræðum“

Fjölskylda NASCAR ökuþórs lést í flugslysi í gær – Skilaboð til mömmu mínútu áður: „Við erum í vandræðum“