fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Fréttir

Meintur morðingi úrskurðaður í gæsluvarðhald

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 5. júní 2022 16:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram til 1. júlí, en hann er grunaður um að hafa ráðið nágranna sínum bana í Barðavogi í gærkvöldi.

Lögregla fór fram á gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna í þágu rannsóknar hennar á manndrápi.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að hinn látni hafi verið meðvitundarlaus er lögreglu bar að garði upp úr 19:30 í gærkvöldi og andaði hann ekki.

„Strax voru hafnar endurlífgunartilraunir á manninum en þær báru ekki árangur. Sakborningur var á staðnum og var hann þegar handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Sakborningur og hinn látni voru nágrannar en ekki er talið að þeir tengist að öðru leyti.

Rannsókn málsins er á viðkvæmu stigi og getur lögregla ekki tjáð sig frekar um málsatvik að svo stöddu.“

Fram hefur komið í dag að hinn látni var fæddur árið 1975, en talið er að hann hafi látist af áverkum í kjölfar barsmíða frá nágranna sínum. Sá er fæddur 2001 og hefur nágrönnum í hverfinu stafað ógn af honum. Mun lögregla hafa verið kölluð að húsinu í Barðavogi í minnst tvígang sólarhringinn fyrir andlátið vegna ofbeldisfullrar hegðunar meints geranda. Kannaði lögregla, að sögn Vísis, málið án þess að fjarlægja manninn af heimili sínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þessir tveir hlutir eru á algjörum bannlista hjá Karli og Kamillu í bresku konungshöllinni

Þessir tveir hlutir eru á algjörum bannlista hjá Karli og Kamillu í bresku konungshöllinni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Tókst ekki að sanna dónaskap og virðingarleysi af hálfu Listaháskólans og fær ekki inngöngu

Tókst ekki að sanna dónaskap og virðingarleysi af hálfu Listaháskólans og fær ekki inngöngu
Fréttir
Í gær

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“

Ásgerður Jóna sár út í Ingu Sæland: „Í þriðja sam­tal­inu sagðist hún ekk­ert geta gert“
Fréttir
Í gær

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi

Trump vill bæta við 20.000 lögreglumönnum til að flytja fólk úr landi