fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Geir hjólar í Svens – „Þetta er siðlaus auglýsingamennska“

Rafn Ágúst Ragnarsson
Mánudaginn 30. maí 2022 19:15

Myndir: Stefán Karlsson/Skjáskot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Næringarfræðingurinn Geir Gunnar Markússon birti pisti fyrr í dag þar sem hann gagnrýnir stöðu mála fyrir börn og ungt fólk í dag. Hann hefur pistilinn á því að segja að það sé „eins og nútíma borgarlíferni sé að reyna að granda blessuðum börnunum okkar (og okkur sjálfum í leiðinni).“

Geir segir þörf vera á vitundarvakningu og alvöru átaki til að efla ungmenni Íslands til heilbrigðis. Hann talar til að mynda um óhollar fæðuvenjur ungmenna auk skorts á hreyfingu. „Stundum mætti halda að nútímatækni væri að reyna að granda heilsu okkar,“ segir hann í pistlinum.

Eitt af því sem Geir tekur sérstaklega fyrir í pistlinum er hin gríðarmikla neyslu íslenskra ungmenna á nikótíni í formi nikótínpúða. Hann beinir reiði sinni aðallega að því hvernig nikótínpúðarnir eru auglýstir.

„Nikótínpúðarnir eru auglýstir sem skaðlausir og eru fyrir framan ungmennin á miðlum þeirra og einnig eru foreldrar og fyrirmyndir þeirra að neyta þeirra. Þannig að það er ekkert skrítið að þau séu að neyta nikótíns á þennan hátt. Þessir púðar eru vissulega ekki með öll aukaefni sígarettu, veips eða íslenska neftóbaksins en það er ekki þar með sagt að þeir séu hollustuvara,“ segir Geir.

Geir tekur þá fyrir fyrirtæki sem auglýsir á sænsku og ljóst er að hann er að tala um fyrirtækið Svens, þrátt fyrir að hann nefni fyrirtækið ekki á nafn. Í pistlinum segir Geir að fyrirtækið noti „siðlausar“ aðferðir til að auglýsa vörur sínar.

„Einn vinsælasti söluaðila nikótínpúða notar sænska tungu til auglýsing og auglýsir notkun á vörunni sem alltaf „brä“ eða alltaf hress! Þetta er siðlaus auglýsingamennska því nikótín er örvandi og ávanabindandi. Magnið af nikótíni sem er í púðum er líka oft mun meira en til dæmis þegar fólk reykti, ekki það að við eigum samt að taka upp reykingar aftur í massavís.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi
Fréttir
Í gær

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“
Fréttir
Í gær

Sakfelldur fyrir hótanir og líkamsárás inni í varahlutaverslun

Sakfelldur fyrir hótanir og líkamsárás inni í varahlutaverslun
Fréttir
Í gær

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Í gær

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum
Fréttir
Í gær

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil

Sótti um vinnu og skilaði inn fölsuðu sakarvottorði til að fela brotaferil