fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Pressan

Segir að Pútín sé hugsanlega dáinn og tvífari hans komi fram í hans stað

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 30. maí 2022 05:51

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, er hugsanlega dáinn og tvífari hans kemur fram í hans stað. Þetta hefur the Daily Star eftir ónafngreindum háttsettum yfirmanni hjá bresku leyniþjónustunni MI6.

Allt frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu hafa vangaveltur verið uppi um hvort hann sé alvarlega veikur en nú hefur þessi ónafngreindi heimildarmaður the Daily Star gengið skrefinu lengra og segir að Pútín hafi verið alvarlega veikur um langa hríð og ef hann sé dáinn reyni samstarfsmenn hans að leyna því eins lengi og þeir geta til að halda völdum.

The Daily Star hefur eftir heimildarmanni að nýlegar upptökur af Pútín í sjónvarpi hafi líklega verið gerðar fyrir nokkru síðan. Einnig sé ekki útilokað að tvífari hans hafi komið fram á opinberum viðburðum, til dæmis Sigurdeginum sem Rússar fögnuðu fyrr í mánuðinum.

Annar heimildarmaður innan bresku leyniþjónustunnar sagði að Pútín sé búinn að vera mjög veikur og þegar hann deyi verði andlátinu haldið leyndu vikum saman, ef ekki mánuðum: „Sá möguleiki er einnig fyrir hendi að hann sé dáinn. Það er útilokað að vita. Það er talið að Pútín hafi verið með tvífara í vinnu þegar hann hefur verið veikur og að Kremlverjar geti verið með tvífara hans í vinnu núna. Pútín er foringi lítils hóps háttsettra embættismanna sem sýna honum algjöra hollustu. Það sem þeir óttast er að um leið og tilkynnt verður um andlát hans geti komið til valdaráns og að rússneskir hershöfðingjar vilji hörfa frá Úkraínu. Dauði Pútíns mun gera þá valdalausa og berskjaldaða, svo þeirra hagsmunir eru að segja að Pútín sé á lífi, þegar hið gagnstæða gæti verið satt.“

Að þessu sögðu er rétt að hafa í huga að the Daily Star er líklegast „gulasta“ breska götublaðið og þykja fréttir blaðsins ekki alltaf mjög nákvæmar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést

„Pabbi minn gerði þetta og hann gerði það viljandi,“ var það seinasta sem 12 ára drengurinn sagði áður en hann lést
Pressan
Fyrir 2 dögum

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann

Borðaðu spergilkál og hreinsaðu heilann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?

Hvort er betra að ganga eða hlaupa í rigningu til að verða ekki eins blautur?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna

Hún hélt að dóttirin hefði dottið og meitt sig – Síðan fór húðin að rotna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin

Hún borðaði hafragraut daglega í einn mánuð – Þetta voru áhrifin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi

Íranar leita að fólki til að fremja hryðjuverk á Norðurlöndunum og Þýskalandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi

Twitter-morðinginn var hengdur í gærkvöldi