fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Fundu niðurgrafið lík nærri Kolding

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 27. maí 2022 19:30

Danskur lögreglumaður við skyldustörf. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danska lögreglan fann í gær lík af 43 ára karlmanni sem hafði verið verið grafið í jörðu í Vonsild nærri Kolding á Jótlandi. Hinn látni sást síðast þann 2. maí.

Tveir karlmenn, 32 og 39 ára, og 35 ára kona hafa verið handtekinn vegna málsins að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni. Þau eru öll frá Kolding. Lögreglan telur að fólkið hafi þekkt hinn látna. Þau voru öll færð fyrir dómara í gær þar sem gæsluvarðhalds var krafist yfir þeim. Þau neituðu öll að vita nokkuð um málið en voru samt sem áður úrskurðuð í fjögurra vikna gæsluvarðhald.

Umfangsmikil vettvangsrannsókn stóð yfir í gær á staðnum þar sem líkið fannst. Einnig var lögreglan við vettvangsrannsóknir á nokkrum stöðum í Kolding.

Hinn látni hét Michael Bodilsen og var 43 ára. Lögreglan lýsti eftir honum þann 17. maí og sagði þá að síðast hefði sést til hans þann 2. maí. Það var fjölskylda hans sem hafði snúið sér til lögreglunnar eftir að hafa ekki heyrt frá honum í töluverðan tíma.

Eftir að lögreglan lýsti eftir Michael var hljótt um rannsókn hennar eða allt þar til í gær að skýrt frá því að lík hans hefði fundist og að hann hefði verið myrtur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?