fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Pressan

Óvænt áhrif hnattrænnar hlýnunar

Rafn Ágúst Ragnarsson
Fimmtudaginn 26. maí 2022 08:30

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný rannsókn bendir til þess að árið 2099 mun fólk sofa að jafnaði í 58 færri klukkustundir árlega. Þetta er vegna áhrifa hita á svefn. Teymið sem sá um rannsóknina lét 47 þúsund manns í 68 löndum sofa með svefnrakningararmband í hálft ár í meðallagi á milli 2015 og 2017.

CNN greinir frá því að greining þessara tæplega sjö milljón svefnrakninga bendir til þess að líkurnar á því að fá góðan nætursvefn minnka um 3,5% ef hitastigið úti er hærra en 25 gráður.

„Í þessari rannsókn veitum við fyrstu sönnunargögn þess að hlýnun jarðar spilli svefni mannsins,“ segir Kelton Minor sem er í forsvari fyrir rannsókn Kaupmannahafnarháskóla í fréttayfirlýsingu. „Við sýnum fram á það að þessi þróun birtist aðallega í því að fólk sofnar seinna og vaknar fyrr í hlýju veðri.“

Svefnspillingin er hins vegar ekki jöfn hjá öllum. „Hinir öldruðu, íbúar láglaunahverfa og þeir sem þegar búa í hlýju loftslagi verða fyrir meiri áhrifum,“ segir í skýrslu rannsóknarinnar sem var birt í One Earth.

Staðan líklega verri í raun

Guardian segir frá vísindunum á bak við niðurstöðuna: Líkaminn kælir sig fyrir svefninn. Auk þess kæla líkamar kvenna sig fyrr um kvöldið en karla sem þýðir að hiti yfir nóttina gæti haft meiri áhrif á konur. Hitastigsstýring líkama eldra fólks er heldur ekki eins góð og yngra fólks og íbúar fátækra landa er ekki eins líklegt til að eiga kælitæki, til dæmis viftur eða loftræstingu.

Kelton segir einnig að afleiðingarnar gætu orðið verri en það sem miðað er við í rannsókninni: „Mælingarnar okkar eru mjög líklega í lægri kantinum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað
Pressan
Í gær

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Útfararstjóri geymdi barnslík í stofunni heima hjá sér

Útfararstjóri geymdi barnslík í stofunni heima hjá sér
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu leynilega norðurkóreska herstöð

Fundu leynilega norðurkóreska herstöð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Banvænt holdétandi sníkjudýr fannst í fyrsta sinn í manneskju í Bandaríkjunum

Banvænt holdétandi sníkjudýr fannst í fyrsta sinn í manneskju í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bók Virginia Giuffre kemur út eftir andlát hennar – Endaði í faðmi sem hún taldi að myndi verða vendipunktur í lífi hennar

Bók Virginia Giuffre kemur út eftir andlát hennar – Endaði í faðmi sem hún taldi að myndi verða vendipunktur í lífi hennar