fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fréttir

Ákærður fyrir að reyna að koma fölsuðum peningaseðlum í umferð

Björn Þorfinnsson
Miðvikudaginn 25. maí 2022 10:43

10-11 Austurstræti Mynd/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir að freista þess að greiða fyrir vörur með fölsuðum peningaseðlum. Atvikið átti sér stað föstudaginn 27. september 2019 en þá var maðurinn staðinn að verki þegar hann framvísaði tveimur evruseðlum, annars vegar 200 evruseðli og hins vegar 100 evru seðli. Segir í ákæru lögreglu að maðurinn hafi vitað eða mátt gera sér grein fyrir því að seðlarnir væru falsaðir.

Í ákærunni kemur fram að brot mannsins séu talin varða við 151. grein almennra hegningarlaga sem hljóðar svo:

Hver, sem lætur úti peninga, sem hann veit að eru falsaðir, skal sæta sömu refsingu sem hefði hann sjálfur falsað þá. Hafi hann haldið, að peningarnir væru ósviknir, þegar hann fékk þá, má beita [fangelsi allt að einu ári eða sektum.

Málið er að öllum líkindum liður í holskeflu falsaðra evru seðla sem skutu upp kollinum fyrir rúmum tveimur árum. Sá lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ekki annað í stöðunni en að senda frá sé tilkynningu á Facebook-síðu sinni þar sem varað var við fölsuðum evruseðlum í umferð enda höfðu nokkur tilvik komið upp á skömmum tíma.

Var fólk hvatt til þess að hafa varann á þegar tekið var við greiðslu í erlendum myntum og kanna vel öryggisatriði seðlanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Írska lögreglan styðst við sýnir miðla í leitinni að Jóni Þresti

Írska lögreglan styðst við sýnir miðla í leitinni að Jóni Þresti
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum
Fréttir
Í gær

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“
Fréttir
Í gær

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést
Fréttir
Í gær

Angjelin Sterkaj gifti sig í Grundarfjarðarkirkju – Afplánar dóm fyrir morðið í Rauðagerði

Angjelin Sterkaj gifti sig í Grundarfjarðarkirkju – Afplánar dóm fyrir morðið í Rauðagerði
Fréttir
Í gær

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum