fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Telja að Rússar hafi misst álíka marga hermenn í Úkraínu og féllu í Afganistan

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 23. maí 2022 06:59

Lík rússneskra hermanna sem féllu í Irpin. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í daglegri stöðuskýrslu breska varnarmálaráðuneytisins yfir gang stríðsins í Úkraínu kemur fram að Rússar hafi líklega misst álíka marga hermenn þar og þeir misstu á þeim níu árum sem þeir voru í stríði í Afganistan á níunda áratugnum.

Rússar misstu um 15.000 hermenn í stríðinu í Afganistan á þeim níu árum sem það stóð yfir. Upplýsingar breskra leyniþjónustustofnana benda til að þeir hafi misst um 15.000 hermenn á fyrstu þremur mánuðum stríðsins í Úkraínu.

„Blanda lélegra áætlana, takmarkaðar loftvarnir, skortur á sveigjanleika og forysta sem er undir það búin að endurtaka mistökin hafa valdið þessu mikla mannfalli, sem heldur áfram að aukast í Donbas,“ skrifar varnarmálaráðuneytið á Twitter.

Einnig segir í færslunni að þetta mikla mannfall geti orðið til þess að almenningsálitið í Rússlandi verði neikvæðara í garð stríðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Réttarhöld verða opin í viðkvæmu ærumeiðingarmáli gegn Möggu Frikka – Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms

Réttarhöld verða opin í viðkvæmu ærumeiðingarmáli gegn Möggu Frikka – Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Grunur um fyrstu banvænu bjarndýrsárásina í Flórída – 89 ára gamall maður fannst látinn ásamt hundi sínum

Grunur um fyrstu banvænu bjarndýrsárásina í Flórída – 89 ára gamall maður fannst látinn ásamt hundi sínum
Fréttir
Í gær

Börn í hópslagsmálum í Breiðholti og skotvopnum stolið í Kópavogi

Börn í hópslagsmálum í Breiðholti og skotvopnum stolið í Kópavogi
Fréttir
Í gær

Rússneskir hermenn falla í stríðum straumum – Ný þróun hefur breytt vígvellinum

Rússneskir hermenn falla í stríðum straumum – Ný þróun hefur breytt vígvellinum