fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

Hersir fékk þriggja síðna kvörtun frá Bankasýslunni því að hann setti „like“ við tiltekna Facebook-færslu – „Ég kann ekki við slíkt eftirlit“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. maí 2022 10:27

Hersir Sigurgeirsson, dósent, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslunnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hersir Sigurgeirsson, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands greinir frá því að hann hafi lokið aðkomu sinni að úttekt Ríkisendurskoðunar á á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Ástæðan er sú að honum var tilkynnt símleiðis að Ríkisendurskoðun hefði borist þriggja blaðsíðna kvörtun frá Bankasýslunni, undirrituð af forstjóranum Jóni Gunnari Jónssyni, um að hann hafi sett „like“ á tiltekna færslu á fb sem varðaði útboðið. Frá þessu greinir Hersir á Facebook-síðu sinni en honum mislíkaði þessir starfshættir og ákvað því að segja sig frá verkefninu.

Hér má lesa færslu Hersis í heild sinni:

Kæru vinir, mig langar að segja ykkur örstutt frá starfsháttum Bankasýslunnar sem ég hef fengið að kynnast á undanförnum dögum.

Ríkisendurskoðandi hafði samband við mig hinn 11. apríl sl. og óskaði eftir því að ég yrði Ríkisendurskoðun til ráðgjafar við úttekt á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Ég ákvað að verða við beiðninni, enda með viðeigandi þekkingu og reynslu vegna starfa minna á fjármálamarkaði og við Háskólann, og hef unnið að verkefninu undanfarnar vikur. Bankasýslan, Fjármálaráðuneytið og fleiri sem úttektin tekur til voru upplýst um mína aðkomu að henni.

Í fyrradag fékk ég svo símtal frá ríkisendurskoðanda sem sagði mér að honum hefði borist bréf frá Bankasýslunni með ábendingu um að ég hafi sett “like” á tiltekna færslu á fb sem varðaði útboðið. Bréfið var alls þrjár síður, sent af starfsmanni Bankasýslunnar og undirritað rafrænt af forstjóra hennar.

Ég tók að mér þetta verkefni til að leggja mitt af mörkum til að gera úttektina betri. Þegar forstjóri og starfsmenn Bankasýslunnar eru farnir að verja tíma sínum í að rekja ferðir mínar á samfélagsmiðlum og tilkynna skriflega, rafrænt undirritað, um “like” finnst mér þó ástæða til að staldra við. Ég kann ekki við slíkt eftirlit. Það er alvarlegt þegar starfsmenn ríkisstofnunar telja eðlilegt að leggjast í rannsókn á skoðunum ráðgjafa óháðra úttektaraðila og gera það á jafn hæpnum og huglægum forsendum og hér birtast.

Það er ekki hægt að setja “like” við þessi vinnubrögð og ljóst að nauðsynlegt er að opinbera þau.

Ég sé ekki aðra skýringu á bréfaskrifum Bankasýslunnar en að hún telji sig geta notað þau til að kasta rýrð á úttekt Ríkisendurskoðunar ef einhverjar niðurstöður hennar verða stofnuninni ekki að skapi. Það hugnast mér ekki og því ákvað ég í gær að ljúka aðkomu minni að úttektinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

María vill að fleiri verði eins og amma hennar – „Þegar ég var unglingur fannst mér þetta alveg óþolandi“

María vill að fleiri verði eins og amma hennar – „Þegar ég var unglingur fannst mér þetta alveg óþolandi“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu

Teslu-brunamálið: Réttarhöldum lokað eftir að þau hófust – Sakborningur og brotaþoli fengu neyðarhnapp að ákvörðun lögreglu
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Rifrildi sögð hafa brotist út í Hvíta húsinu á fundi Trump og Selenskíj

Rifrildi sögð hafa brotist út í Hvíta húsinu á fundi Trump og Selenskíj
Fréttir
Í gær

Kýpurverjar að drukkna í villiköttum – Geldingar duga ekki til

Kýpurverjar að drukkna í villiköttum – Geldingar duga ekki til
Fréttir
Í gær

Ísland ekki lengur öruggasta ferðamannalandið – Fellur um nokkur sæti

Ísland ekki lengur öruggasta ferðamannalandið – Fellur um nokkur sæti
Fréttir
Í gær

Kvikindi sem olli usla á miðöldum herjar á Breta – Grafa sig undir húð og berast hratt á milli fólks

Kvikindi sem olli usla á miðöldum herjar á Breta – Grafa sig undir húð og berast hratt á milli fólks