fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Rússar halda heiminum í heljargreipum hvað varðar framboð á matvælum

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 20. maí 2022 05:42

Úkraína er meðal stærstu kornframleiðenda heims.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mörg ríki standa frammi fyrir miklum vanda hvað varðar að hafa úr nægum matvælum að spila fyrir íbúana. Þetta er afleiðing af stríðinu í Úkraínu því Rússar hafa lokað höfnum landsins. Úkraína er einn stærsti framleiðandi korns í heiminum og því mikilvægt að koma korninu úr landi en það er erfitt þegar hafnir landsins eru lokaðar.

Það eru því Rússar sem hafa lykilinn að lausn þessa vanda í höndum sínum en þeir vilja ekki slaka á hafnbanninu fyrr en Vesturlönd aflétta þeim refsiaðgerðum sem þau beita þá vegna innrásarinnar í Úkraínu.

„Það sem veldur yfirstandandi matvælaskorti eru refsiaðgerðirnar sem Bandaríkin og ESB beita Rússa,“ sagði Andrei Rudenko, varautanríkisráðherra Rússlands, í svari til David Beasley yfirmanns matvælaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna.

Rússar ætla því að halda úkraínsku höfnunum lokuðum þar til refsiaðgerðunum verður aflétt.

Beasley hefur biðlað til Pútíns um leysa úr málum hvað varðar útflutning á matvælum frá Úkraínu. „Ef þú hefur samúð með heiminum, óháð því hvað þér finnst um Úkraínu, neyðist þú til að opna hafnirnar,“ sagði Beasley í ákalli sínu til Pútíns.

Matvælaaðstoð SÞ (World Food Programme) brauðfæðir um 125 milljónir manna og kaupir um helminginn af því korni sem þörf er á frá Úkraínu.

António Guterres, aðalritari SÞ, hefur varað við matvælaskorti vegna stríðsins í Úkraínu. Hann segir að stríðið geti haft þær afleiðingar að vannæring og hungursneyð geti varað árum saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Framboð Viktors gilt
Fréttir
Í gær

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við

Einn forsetaframbjóðandi gæti bæst við
Fréttir
Í gær

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot

Mögulega ósakhæfur maður ákærður fyrir mjög gróf kynferðisbrot
Fréttir
Í gær

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?

Sjötta forsetakönnunin: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins

Hlaupbangsabaróninn kominn á skilorð – Hingað til verið þekktur sem einn helsti bitcoin-sérfræðingur landsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu

Karlmaður á fimmtugsaldri úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class

Víetnamski athafnamaðurinn Quang Le fórnarlamb hakkara – Dreifa einkaskilaboðum hans og þar á meðal rassamyndum úr World Class
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“