fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Pressan

Reyna að fá Rússa til að flytja norður á bóginn – Lofa þeim ókeypis jarðnæði

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 21. maí 2022 09:00

Það vantar fleira fólk á rússnesku heimskautasvæðin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneska ríkisstjórnin vill fá fleiri Rússa til að flytja norður á bóginn, þangað sem strjálbýlt er á heimskautasvæðinu. Til að reyna að lokka fólk til að flytja sig norður á bóginn hefur átaki verið hleypt af stokkunum. Í því felst að fólk fær einn hektara af landi ókeypis á heimskautasvæðinu ef það flytur þangað.

Ein milljón hektara er í boði í þeirri von að það takist að lokka eina milljón Rússa norður á bóginn. Rússneska ríkisstjórnin hyggst nýta sér að hitastigið á norðurslóðum fer hækkandi vegna loftslagsbreytinganna og vill reyna að snúa vörn í sókn á þeim slóðum en þar hefur fólki farið fækkandi um langa hríð.

Meðalhitinn á norðurheimskautssvæðinu hækkaði um 3,1 gráðu frá 1971 til 2019 sem er um þrisvar sinnum meiri hækkun meðalhita en á heimsvísu samkvæmt skýrslu frá AMAP sem fylgist með umhverfismálum fyrir hönd Heimsskautaráðsins.

Jótlandspósturinn segir að stærsti hluti þess jarðnæðis sem fólk getur sótt um að eignast núna sé í norðvesturhluta Murmansk sem liggur að Noregi. Gerð er krafa um að fólk búi á svæðinu í minnst fimm ár áður en heimilt er að selja eða leigja landið út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fundu fjársjóð en enduðu í grjótinu

Fundu fjársjóð en enduðu í grjótinu
Pressan
Í gær

Hvað sérð þú fyrst á myndinni? Svarið segir mikið um þig

Hvað sérð þú fyrst á myndinni? Svarið segir mikið um þig
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona bætir þú tannheilsuna á einfaldan hátt að sögn tannlæknis

Svona bætir þú tannheilsuna á einfaldan hátt að sögn tannlæknis
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessar daglegu venjur gera þig feita(n) án þess að þú takir eftir því

Þessar daglegu venjur gera þig feita(n) án þess að þú takir eftir því
Pressan
Fyrir 4 dögum

Andvaka Elon Musk hellti úr skálum reiði sinnar yfir Wall Street Journal

Andvaka Elon Musk hellti úr skálum reiði sinnar yfir Wall Street Journal
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fyrrverandi hermaður var tekinn af lífi í gær

Fyrrverandi hermaður var tekinn af lífi í gær