fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Fréttir

Rússneskur ofursti gagnrýndi Pútín á ríkissjónvarpsstöð – „Er ekki rétt“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 18. maí 2022 05:18

Mikhail Khodarenok í þættinum. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það stefnir hugsanlega í ósigur Rússa í stríðinu í Úkraínu. Þetta voru skilaboðin frá Mikhail Khodarenok, fyrrum ofursta í rússneska hernum, í einum vinsælasta spjallþætti landsins á mánudaginn.

Orð hans hafa að vonum vakið mikla athygli enda fer lítið fyrir gagnrýni á stríðsreksturinn í Rússlandi vegna harðrar löggjafar um hvað má og má ekki segja um stríðið. Auk þess heldur áróðursmaskína Pútíns áfram að malla og dæla út áróðri til Rússa.

Khodarenok sagði að pólitískir leiðtogar landsins og æðstu yfirmenn hersins segi ekki sannleikann um „sérstöku hernaðaraðgerðina“ í Úkraínu en það kalla rússnesk yfirvöld innrásina.

„Fyrst vil ég segja að þið ættuð ekki að taka þetta róandi upplýsingameðal. Stundum heyrið þið að úkraínsku hermennirnir séu að brotna saman, bæði móralskt og andlega. Að það sé allt að því krísa hjá þeim. En til að segja þetta á mildan hátt, þá er þetta ekki rétt,“ sagði hann.

En hann lét ekki staðar numið þarna og skaut beint á Pútín og sagði: „Stærsta vandamál hersins og hinnar pólitísku stöðu er að við erum algjörlega einangruð úr frá landstjórnmálalegu sjónarhorni og allur heimurinn er á móti okkur þótt við viljum ekki játa það.“

Khodarenok er ekki bara einhver maður út í bæ því hann er fyrrum ofursti eins og áður sagði og átti sæti í rússneska herráðinu.

Hann sagði Olaga Skabejeva, þáttastjórnanda, að „staðan verði greinilega verri fyrir Rússland“ og var ekki annað að sjá en hún væri mjög hissa á orðum hans.

Steve Rosenberg, sem sér um fréttaflutning af málefnum Rússlands hjá BBC, tjáði sig um þetta á Twitter og sagði: „Óvenjulega orðaskipti í besta spjallþætti rússnesks ríkissjónvarps um Úkraínu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Í gær

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum
Fréttir
Í gær

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt
Fréttir
Í gær

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“