fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Pressan

Kórónuveirufaraldur geisar í Norður-Kóreu – Yfirvöld hvetja fólk til að skola kverkarnar með saltvatni og drekka geitatoppste

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 17. maí 2022 08:00

Yfirvöld segjast hafa náð stjórn á faraldrinum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á örskömmum tíma fór Norður-Kórea úr því að vera algjörlega laus við kórónuveiruna, að minnsta kosti að sögn yfirvalda, upp í eina milljón tilfella. Landið er illa í stakk búið til að takast á við kórónuveirufaraldur. Það er harðlokað fyrir umheiminum og heilbrigðiskerfið er í lamasessi, mikill skortur er á lyfjum og lækningabúnaði. Einnig er mikill matarskortur og skortur á helstu nauðsynjum.

Kim Jong-un, einræðisherra, hefur sagt að faraldurinn sé „miklar hamfarir“. Hann hefur kallað herinn til starfa í baráttunni gegn veirunni og yfirvöld hafa einnig gripið til þess bragðs að koma með vafasamar ráðleggingar til landsmanna.

Enginn hefur verið bólusettur gegn veirunni í landinu því yfirvöld afþökkuðu að fá bóluefni frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO, Kína og Bandaríkjunum þegar það stóð til boða.

Landið glímir því við að að íbúarnir eru ekki bólusettir, lítil geta er til sýnatöku og mikill lyfjaskortur. Poonam Khetrapal Singh, svæðisstjóri WHO í Suðaustur-asíu, segir að þar sem bólusetningar séu ekki hafnar í landinu sé hætta á að veiran dreifi sér mjög hratt meðal landsmanna.

Í gær kynnti Kim Hyong, varaheilbrigðisráðherra, síðan viðbragðsstefnu stjórnvalda vegna faraldursins. Meðal þeirra ráða sem almenningi eru veitt er að skola munn og háls með saltvatni og drekka geitatoppste þrisvar á dag. Einnig er mælt með notkun verkjalyfja ef fólk er með hita.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“

„Ósigrandi“ stúlknalið fór ósigrað í gegnum tímabilið í „strákadeildinni“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu

Airbnb-húsið frá helvíti – Móðir og fjögur börn í stórhættu