fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Eyjan

Segir ekki klókt fyrir Framsókn að vinna eingöngu til hægri

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 16. maí 2022 13:05

Einar Þorsteinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég heyri að Samfylking, Píratar og Viðreisn ætla að fylgjast að í viðræðum næstu daga. Ef Viðreisn fer ekki í meirihluta með Sjálfstæðisflokki, Framsókn og Flokki fólksins er vandséð hvernig D getur komist í meirihluta. Ef S+C+P eru blokk er líklegast að B semji við þá blokk um meirihluta,“ segir Ólafur Þ Harðarson stjórnmálafræðingur í stuttu viðtali við DV um þá möguleika sem nú eru á skákborði stjórnmálanna í Reykjavík eftir kosningaúrslit helgarinnar.

Ólafur segist telja að engar formlegar stjórnarmyndunarviðræður séu hafnar, eingöngu séu þreifingar í gangi. Ólafur segir enn fremur að sú yfirlýsing Viðreisnar að útiloka ekki samstarf til hægri, sem gefin var út eftir yfirlýsingu Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar um að halda hópinn í viðræðum næstu daga, opni á nýja möguleika:

„Það skiptir miklu máli, þá lifir enn möguleikinn D+B+F+C. En samt áhugavert að S+C+P byrji á viðræðum við B. Sérstaklega ef það er fyrsti kostur C.“

Einn af mörgum meirihlutamyndunarmöguleikum í stöðunni er samstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins, sem hefði 12 borgarfulltrúa af 23. Ólafur bendir hins vegar á að það væri kannski ekki klók niðurstaða fyrir Framókn að vinna til hægri miðað við þá áherslu sem flokkurinn hefur, að vera miðjuflokkur:

„Framsókn hefur lagt áherslu á að þeir séu miðjuflokkur. Það hefur sögulega séð þýtt að þeir hafa unnið bæði til hægri og vinstri í ríkisstjórnum og sveitarstjórnum. Í Reykjavík hafa þeir bara unnið til vinstri, nema þegar Björn Ingi vann með D (og það dugði ekki lengi). Núna er B með D í ríkisstjórn og hefur verið með D í meirihluta í Kópavogi og í Hafnarfirði. Vilji B styrkja miðju-ímynd sína gæti verið strategískt hjá þeim að halla sér til vinstri í Reykjavík – og jafnvel hugsa sér til hreyfings í Hafnarfirði. Sigurður Ingi hefur sagt kosningasigra B síðasta haust og núna starfa af því að kjósendur vilji miðjustjórnmál. Vilji B halda þeirri ímynd er ekki klókt fyrir flokkinn að vinna bara til hægri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi