fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
Pressan

Segist hafa leyst ráðgátuna um Bermúdaþríhyrninginn

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 16. maí 2022 22:00

Kort af Bermúdaþríhyrningnum. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Kruszenlnicki, sem starfar við Sydney háskóla, telur sig hafa leyst ráðgátuna um Bermúdaþríhyrninginn en þar hafa ótal flugvélar og skip horfið sporlaust í gegnum tíðina. Margar kenningar hafa verið á lofti um ástæður þessa. Sumir hafa kennt yfirskilvitlegum hlutum um, aðrir geimverum og enn aðrir veðri og öðrum náttúrulegum orsökum.

Karl segir að skýra megi alla þá dularfullu atburði sem hafa átt sér stað á svæðinu með mannlegum mistökum, slæmu veðri og mikilli flug- og skipaumferð.

Bermúdaþríhyrningurinn er 700.000 ferkílómetra hafsvæði við Bermúdaeyjar. Þar er mikil umferð skipa og flugvéla og því kannski ekki undarlegt að þar verði slys.  Að minnsta kosti telur Karl ekkert dularfullt við hvörf flugvéla og skipa á svæðinu og segir að veður, mistök og mikil umferð skipa og flugvéla um svæðið hafi valdið þeim. Mirror segir að máli sínu til stuðnings bendi hann á að miðað við tölur frá Lloyd‘s tryggingafélaginu í Lundúnum og Bandarísku strandgæslunni sé hlutfall skipa og flugvéla, sem týnast í Bermúdaþríhyrningnum, það sama í prósentum mælt og annars staðar í heiminum.

Það var hvarf flugs 19 árið 1945 sem var upphafið að vangaveltum um að eitthvað dularfullt væri á seyði í Bermúdaþríhyrningnum. Um flug 5 TBM Avenger flugvéla Bandaríska flughersins var ræða. Um hefðbundið tveggja klukkustunda æfingaflug var að ræða. Talstöðvarsamband við vélarnar rofnaði og aldrei fannst tangur né tetur af þeim né þeim 14 sem um borð voru.

Það bætti síðan í vangaveltur um hvarf vélanna þegar PBMMariner leitarflugvél, sem var send til leitar að vélunum þetta sama kvöld, hvarf ásamt 13 manna áhöfn.

Vangaveltur um hvarf vélanna tóku síðan við sér á nýjan leik í kjölfar útgáfu bókarinn „The Deadly Bermuda Triangle“ eftir Vincent Gaddis en hún var gefin út 1964.

Karl segir að þrátt fyrir að því sé haldið fram að kjöraðstæður til flugs hafi verið þegar Flug 19 hvarf þá hafi ölduhæð til dæmis verið 15 metrar og hafi það haft mikið að segja. Einnig hafi aðeins einn flugmannanna verið mjög reyndur og hugsanlega hafi hann gert mistök sem urðu til þess að allar vélarnar fórust. Hann bendir á að endurrit af fjarskiptum vélanna áður en þær hurfu sýni að flugmennirnir voru ekki vissir um staðsetningu vélanna. Hann segir að leitarvélin hafi sprungið á flugi, vitni hafi verið að því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað
Pressan
Í gær

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Útfararstjóri geymdi barnslík í stofunni heima hjá sér

Útfararstjóri geymdi barnslík í stofunni heima hjá sér
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu leynilega norðurkóreska herstöð

Fundu leynilega norðurkóreska herstöð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Banvænt holdétandi sníkjudýr fannst í fyrsta sinn í manneskju í Bandaríkjunum

Banvænt holdétandi sníkjudýr fannst í fyrsta sinn í manneskju í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bók Virginia Giuffre kemur út eftir andlát hennar – Endaði í faðmi sem hún taldi að myndi verða vendipunktur í lífi hennar

Bók Virginia Giuffre kemur út eftir andlát hennar – Endaði í faðmi sem hún taldi að myndi verða vendipunktur í lífi hennar