fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fókus

Réttvísin er alls konar – Frumlegar, fyndnar og furðulegar niðurstöður dómstóla

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 14. maí 2022 14:45

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ritstjórn DV er í göngufæri við Héraðsdóm Reykjavíkur og rölta blaðamenn reglulega yfir til kynna sér nýjustu tíðindi í réttarríkinu. Vilja í kjölfarið oft skapast skemmtilegar umræður um dómstólasýsluna í höfuðstaðnum. En það má teljast ótrúlegt að dómurinn við Lækjartorg felli viðlíka dóma og finna má í grúski um stafrænar lendur netsins eins og hér má sjá.

Hótel Mamma

25 ára gamall Spánverji brá á það ráð að draga foreldra sína fyrir dóm þegar þau kröfðust þess að hann reyndi að finna sér vinnu ellegar myndu þau hættu að greiða honum vasapeninga. Krafðist maðurinn þess að foreldrar hann greiddu honum mánðarlega 400 evrur eða um 56 þúsund krónur íslenskar á mánuði án nokkurra skilyrða. Dómarinn sýndi manninum aftur á móti engan skilning og skipaði honum að yfirgefa heimili foreldra sinna innan 30 daga auk þess að sýna fram á atvinnuleit ella yrði honum stungið inn. Þess má geta að stefnandi hafði lögfræðigráðu frá virtum háskóla í Andalúsíu. 

Asnar

Árið 2003 voru tveir 19 ára piltar handteknir í Ohio fyrir að stela og eyðileggja styttu af Jesúbarninu úr jólaskreytingu hverfiskirkjunnar. Voru þær dæmdir til að ganga um bæinn með asna í taumi og skilti um hálsinn þar sem á stóð að þeir biðust afsökunar á að vera asnar. Þeim var einnig gert að kaupa nýja styttu, fara í meðferð og dúsa innan múranna í 45 daga. 

Jarðskjálftaglæpurinn

Þegar að virtur fræðimaður á sviði jarðskjálfta, Enzo Boschi,  tjáði yfirvöld í Abruzzo á Ítalíu að skjálfti væri yfirvofandi höfðu yfirvöld eðlilega áhyggjur. En Boschi og samstarfsmenn hans fullvissuðu stjórnvöld að skjálftinn yrði lítill og ekki ástæða til að grípa til sérstakra aðgerða. Sex dögum síðann skall skjálftinn á en hann reyndist upp á 6,5 og létust yfir 300 manns.  Mikil reiði beindist að Boschi og samstarfsmönnum hans og voru þeir dæmdir í sex ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi. 

 

Enzo Boschi spáði rangt fyrir um jarðskjálftann.

 

Tónlistardómurinn

Þegar að lögreglan bankaði enn og aftur upp hjá Andrew Vactor fyrir að vera með rapptónlist í botni var þolinmæði laganna varða að þrotum kominn. Vactor var dregin fyrir dómara og gert að greiða 150 dollara í sekt. Dómarinn bætti hins vegar við að hann væri reiðubúinn að lækka sektina niður í 35 dollara ef að Vactor hlustaði í tuttugu klukkustundir á klassíska tónlist eftir Bach, Beethoven og Chopin. Sagðist dómari með því vilja sýna Vactor svart á hvítu hversu mikil áþján væri að sitja undir tónlist sem manni líkaði alls ekki við. Hinn 24 ára gamli Vactor þoldi reyndar aðeins við í fimmtán mínútur og var því gert að greiða alla upphæðina. 

Vactor þjáðist við klassíkina. Mynd/Getty

Jóladómur

Dómari í Ohio (dómarar í því ágæta fylki virðast hafa meira hugmyndflug en margir) fór óhefðbundna leið í dómi sínum yfir Betinu Young sem hafði gerst sek um að falsa ökuskírteini. Hann dæmdi hana til að eyða næstu fimm jólum í fangelsi. Bara jólunum. Young var gert að sitja inni þrjá daga yfir hátíðarnar næstu fimm árin en vera frjáls ferða sinna alla aðra daga ársins. Með þessu vildi dómarinn koma henni í skilning um hversu erfitt væri að vera frá ástvinum sínum um hátíðarnar í þeirri von um að hún lærði sína lexíu. 

Og annar jóladómur

Og meira af Ohio og jólum. Valerie Rodgers hafði ekki sinnt skipunum lögreglu við umferðarstjórn og í þokkabót ekið einn lögreglumann niður. Dómara í Ohio fannst við hæfi að dæma Rodgers til að elda jólamat fyrir alla lögreglumenn bæjarins sem annað hvort voru í leyfi eða af einhverjum ástæðum frá störfum um jólin. Þurfti hún að kokka ofan í mannskapinn og keyra matinn heim til þeirra í þokkabót. En hún slapp þó við sekt eða fangelsisvist. 

Vinkonurnar klipptu stóran hluta af hári telpunnar.

Hár fyrir hár

Hin 13 ára Kaytlen Lopan og 11 ára vinkona hennar voru að hangsa að í verslunarmiðstöð í Utah fylki í Bandaríkjunum þegar þær sáu litla þriggja ára telpu með óvenju sítt og fallegt hár. Kaytlen manaði vinkonu sína í að klippa af telpunni hárið og fóru þær í næstu búð að kaupa skæri. Því næst hlupu þær að litlu stelpunni þar sem hús sat og borðar hamborgara, klipptu stóran hlut af hári hennar og hlupu hlæjandi í burtu. Kaytlen var dæmd í mánaðarvist í unglingafangelsi auk samfélagsþjónustu upp á 276 klukkustundir fyrir verknaðinn. Dómari bætti því þó við að hann væri reiðubúinn til að milda dóminn töluvert ef, og aðeins ef, að móðir hennar klippti af henni hártaglið á sama hátt og Kaytlen hafði gert við telpuna. Móðir litlu telpunnar kvaðst vera hæstánægð með dóminn. 

Dómarinn rétti móður Kaytlen skæri og samþykkti ekki klippinguna fyrr en skærin voru komin alveg upp að hárteygjunni. Dómarinn dæmdi vinkonuna í sama hármissi en þar sem hennar hlutur í glæpnum þótti minni var henni leyft að fá klippinguna á hárgreiðslustofu. 

Lati póstburðarmaðurinn

March Gabriel Granados var 22 ára húðlatur póstburðarmaður á Spáni þegar upp komst að hann hafði ekki skilað af sér 42.769 bréfum og bögglum. Og til að bæta gráu ofan á svart hafði hann stolið verðmætum úr fjölda þeirra.

March Gabriel Granados situr enn í fangelsi.

Dómarinn hafði engan húmor fyrir slíku ábyrgðarleysi í starfi á vegum hins opinbera og dæmdi Granados í níu ára fangelsi fyrir hvert bréf eða böggul. Því var March Gabriel Granados dæmdur til að sitja í fangelsi í hvorki meira né minna en 384,912 ár. Eftir á séð hefði önnur iðja en hjá spænska póstinum sennilega hentað Granados betur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór

Sjaldséð sjón – Börn Matthew McConaughey orðin svo stór
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því

Er kallinn sjaldan í kynlífsstuði? Þetta gætu verið ástæðurnar fyrir því