fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Spá því að 5,7 milljónir farþegar fari um Keflavíkurflugvöll á árinu – 79% endurheimt frá 2019

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. maí 2022 08:55

Keflavíkurflugvöllur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri farþegaspá Isavia fyrir árið 2022 er gert ráð fyrir að heildarfjöldi farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll verði 5,7 milljónir. Þetta er um 79% af þeim fjölda sem fór um völlinn árið 2019, síðasta árið fyrir heimsfaraldur kórónuveirunnar.

Þetta er fyrsta spáin þessarar tegundar sem er gerð síðan heimsfaraldurinn skall á og var hún unnin i samvinnu við notendur flugvallarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia.

Miðað við spána þá verða farþegar á þessu ári 162% fleiri en á síðasta ári. Reiknað er með að endurheimtin í fjölda farþega yfir hásumarið og fram á haust verði 93% í júlí, 91% í ágúst og 98% í september.

Reiknað er með að fjöldi skiptifarþega tvöfaldist í maí  og aukist jafnt og þétt fram á haust. Gert er ráð fyrir 1,5 milljónum tengifarþega á árinu en þeir voru rúmlega 2 milljónir 2019 en 350 þúsund í fyrra.

24 flugfélög fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli í sumar en voru 25 sumarið 2019. Áfangastaðirnir nú verða 75 en voru 80 yfir sumarmánuðina 2019.

Isavia gerir ráð fyrir að 1,4 til 1,5 milljónir ferðamanna komi til landsins á árinu en fyrri spár gerðu ráð fyrir 1,2 milljónum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Spessi ætlaði að verða barnfóstra en er einn þekktasti ljósmyndari landsins – „Ég hafði ekki mikla trú á mér“

Spessi ætlaði að verða barnfóstra en er einn þekktasti ljósmyndari landsins – „Ég hafði ekki mikla trú á mér“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus
Fréttir
Í gær

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“
Fréttir
Í gær

Ísraelsmenn ætla að hernema Gasaströndina

Ísraelsmenn ætla að hernema Gasaströndina
Fréttir
Í gær

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“