fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Spá því að 5,7 milljónir farþegar fari um Keflavíkurflugvöll á árinu – 79% endurheimt frá 2019

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 11. maí 2022 08:55

Keflavíkurflugvöllur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýrri farþegaspá Isavia fyrir árið 2022 er gert ráð fyrir að heildarfjöldi farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll verði 5,7 milljónir. Þetta er um 79% af þeim fjölda sem fór um völlinn árið 2019, síðasta árið fyrir heimsfaraldur kórónuveirunnar.

Þetta er fyrsta spáin þessarar tegundar sem er gerð síðan heimsfaraldurinn skall á og var hún unnin i samvinnu við notendur flugvallarins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia.

Miðað við spána þá verða farþegar á þessu ári 162% fleiri en á síðasta ári. Reiknað er með að endurheimtin í fjölda farþega yfir hásumarið og fram á haust verði 93% í júlí, 91% í ágúst og 98% í september.

Reiknað er með að fjöldi skiptifarþega tvöfaldist í maí  og aukist jafnt og þétt fram á haust. Gert er ráð fyrir 1,5 milljónum tengifarþega á árinu en þeir voru rúmlega 2 milljónir 2019 en 350 þúsund í fyrra.

24 flugfélög fljúga til og frá Keflavíkurflugvelli í sumar en voru 25 sumarið 2019. Áfangastaðirnir nú verða 75 en voru 80 yfir sumarmánuðina 2019.

Isavia gerir ráð fyrir að 1,4 til 1,5 milljónir ferðamanna komi til landsins á árinu en fyrri spár gerðu ráð fyrir 1,2 milljónum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd