fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Þóra tapaði áfrýjuninni í Landsrétti – Páley og Eyþór ekki vanhæf

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 9. maí 2022 11:04

Skjáskot af YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti í dag úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra í máli sem Þóra Arnórsdóttir fréttamaður höfðaði, þar sem þess var krafist að starfsmenn Lögreglustjórans á Norðurlandi eystra yrðu dæmdir vanhæfir til að rannsaka Samherja-símamálið. Þóra áfrýjaði úrskurði héraðsdóms til Landsréttar sem staðfesti úrskurðinn.

Fréttablaðið greinir frá þessu.

Þóra vísaði til ummæla Eyþórs Þorbergssonar, staðgengils lögreglustjóra, í greinargerð til dómstólsins, sem og ummæla hans í fjölmiðlum í kjölfar úrskurðar í málinu. Ummælin þóttu óheppileg og óviðeigandi en ekki til þess fallin að valda vanhæfi við rannsókn málsins, að mati Landsréttar.

Þóra er ein fjögurra blaðamanna sem hafa stöðu sakbornings í rannsókninni og hafa verið kallaðir til yfirheyrslu. Yfirheyrslurnar hafa tafist vegna dómsmála en áður hefur Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður hjá Stundinni, látið reyna á lögmæta aðgerða lögreglunnar við rannsókn málsins fyrir dómstólum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hafnfirðingar og Garðbæingar búnir að fá nóg af mávi – „Við erum að bilast á þessu“

Hafnfirðingar og Garðbæingar búnir að fá nóg af mávi – „Við erum að bilast á þessu“
Fréttir
Í gær

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“
Fréttir
Í gær

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina
Fréttir
Í gær

Pedro Pascal í Reykjavík – Naut veitinga á Kaffi Vest

Pedro Pascal í Reykjavík – Naut veitinga á Kaffi Vest
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna hæðist að Valdimar Leó sem ekki fékk greidd laun hjá Virðingu – „Karlgreyið“

Sólveig Anna hæðist að Valdimar Leó sem ekki fékk greidd laun hjá Virðingu – „Karlgreyið“