fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Ræða Pútíns kom á óvart – Spár sérfræðinga rættust ekki

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. maí 2022 07:48

Arftaki Pútíns gæti verið enn herskárri en hann. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú standa yfir hátíðarhöld í Rússlandi í tilefni Sigurdagsins þar sem sigurs Sovétríkjanna á hersveitum nasista í síðari heimsstyrjöldinni er minnst. Ræðu Vladímír Pútíns, forseta, hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Margir höfðu spáð því að hann myndi annað hvort lýsa yfir sigri í stríðinu í Úkraínu eða lýsa yfir stríði gegn Úkraínu. En hann kom á óvart og gerði hvorugt.

Hann byrjaði á að óska eftirlifandi hermönnum úr síðari heimsstyrjöldinni til hamingju með sigurinn og sagði síðan að í dag berjist rússneskir hermenn fyrir frelsinu. Því næst sagði hann að NATO-ríkin vilji ekki starfa með Rússum að sameiginlegu öryggi í Evrópu. Rússland geti ekki sætt sig við að NATÓ styrki sig nærri Rússlandi.

Því næst vék hann að Úkraínu og sagði að Vesturlönd hafi verið að undirbúa innrás í Rússland, þar á meðal á Krímskagann. „Við urðum að verja okkur,“ sagði hann og sagði að Vesturlönd vildu ekki hlusta á Rússland, þau væru með eigin áætlanir.

Hann sagði hina „sérstöku hernaðaraðgerð“ hafa verið gerða á réttum tíma og hafi verið nauðsynleg. Þetta hafi verið eina rétta ákvörðunin.

Hann lauk síðan ræðu sinni á að þakka rússneskum hermönnum í Úkraínu fyrir frammistöðuna og sagði að almenningur í Donbas berjist nú með rússneskum hermönnum. Af orðum hans má ráða að stríðið haldi áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hafnfirðingar og Garðbæingar búnir að fá nóg af mávi – „Við erum að bilast á þessu“

Hafnfirðingar og Garðbæingar búnir að fá nóg af mávi – „Við erum að bilast á þessu“
Fréttir
Í gær

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“
Fréttir
Í gær

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina
Fréttir
Í gær

Pedro Pascal í Reykjavík – Naut veitinga á Kaffi Vest

Pedro Pascal í Reykjavík – Naut veitinga á Kaffi Vest
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna hæðist að Valdimar Leó sem ekki fékk greidd laun hjá Virðingu – „Karlgreyið“

Sólveig Anna hæðist að Valdimar Leó sem ekki fékk greidd laun hjá Virðingu – „Karlgreyið“