fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Fréttir

Segja að Bandaríkin hafi átt hlut að máli þegar Moskvu var sökkt

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 6. maí 2022 05:30

Moskva að sökkva. Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Upplýsingar, sem Bandaríkjamenn létu Úkraínumönnum í té, urðu til þess að úkraínski herinn gat staðsett og síðan ráðist á flaggskip Svartahafsflota Rússa, Moskvu, en því var sökkt þann 14. apríl. Úkraínumenn skutu þá tveimur flugskeytum á það og hæfðu.

CNN og NBC skýra frá þessu. Segja miðlarnir að Bandaríkjamenn hafi látið Úkraínumönnum í té upplýsingar sem urðu til þess að Úkraínumenn gerðu árás á skipið. Úkraínumenn eru sagðir hafa séð rússneskt herskip í Svartahafi og hafi haft samband við Bandaríkin til að fá staðfest að þar væri um Moskvu að ræða. Þegar sú staðfesting fékkst frá Bandaríkjunum skutu Úkraínumenn flugskeytum á skipið sem var þá um 60 til 65 sjómílur sunnan við Odesa.

Ekki er vitað hvort Bandaríkjamenn hafi vitað að Úkraínumenn ætluðu að ráðast á skipið. Bandaríkjamenn komu ekki að þeirri ákvörðun segir CNN.

Ekki hefur verið skýrt frá þessu áður. NBC News segir að bandarískir embættismenn hafi áhyggjur af viðbrögðum Vladímír Pútíns, Rússlandsforseta, af fréttum um að Bandaríkin láti Úkraínu upplýsingar í té er varða stríðið. Í gær var skýrt frá því að upplýsingar frá Bandaríkjamönnum hafi átt sinn þátt í að Úkraínumönnum hefur tekist að fella fjölda rússneskra herforingja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Þorvaldur Davíð kallar eftir að virðing sé borin fyrir börnunum okkar

Þorvaldur Davíð kallar eftir að virðing sé borin fyrir börnunum okkar
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Stefán segir niðurstöðu Götunafnanefndar óheppilega – „Þetta er örnefnaklám og það vill enginn sjá!“

Stefán segir niðurstöðu Götunafnanefndar óheppilega – „Þetta er örnefnaklám og það vill enginn sjá!“
Fréttir
Í gær

Hildur setur fótinn niður: „Ég fer fram á það að samfélagið hætti að gera lítið úr nemendum mínum“

Hildur setur fótinn niður: „Ég fer fram á það að samfélagið hætti að gera lítið úr nemendum mínum“
Fréttir
Í gær

Greindist loks eftir 23 heimsóknir á heilbrigðisstofnanir – Bundinn við hjólastól en fær engar bætur

Greindist loks eftir 23 heimsóknir á heilbrigðisstofnanir – Bundinn við hjólastól en fær engar bætur