fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Keppandi í Mjölni kærður fyrir líkamsárás á skemmtistað – Sagður hafa slegið tennur úr dyraverði og kýlt starfskonu í andlitið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 5. maí 2022 10:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem æfir bardagaíþróttir í Mjölni og hefur keppt fyrir félagið, meðal annars á erlendri grundu, hefur verið kærður til lögreglu fyrir líkamsárás sem átti sér stað á öldurhúsi í miðborg Reykjavíkur fyrir skömmu.

Maðurinn er sagður hafa slegið tvær og hálfa tönn úr dyraverði og slegið starfskonu sem reyndi að koma dyraverðinum til hjálpar í andlitið. Samkvæmt heimildum er þetta ekki í fyrsta skipti sem maðurinn er sakaður um slagsmál á skemmtistöðum í miðborg Reykjavíkur.

DV hafði samband við Harald Dean Nelson, framkvæmdastjóra Mjölnis, og kannaðist hann við málið. „Ég fékk upplýsingar um þetta daginn eftir og við brugðumst strax við,“ segir Haraldur, en bendir á að lög um persónuvernd valdi því að hann geti ekki talað mikið um einstök mál. Segir hann að þar sem Mjölnir sé ekki málsaðili fái félagið ekki upplýsingar um málið frá lögreglu og hafi ekki aðgang að rannsóknargögnum. Hins vegar hafi hann aflað sér upplýsinga með því að tala við málsaðila.

„Við tökum á svona málum og þau eru metin hvert fyrir sig. Það eru tvær hliðar á svona málum og þetta er ekki alltaf einfalt,“ segir Haraldur en staðfestir að þegar svona mál koma upp sé mönnum vísað úr félaginu á meðan rannsókn stendur yfir. „Á meðan þetta er ekki komið í ljós er reglan sú að vísa mönnum frá tímabundið og það getur orðið varanlegt – en að minnsta kosti í nokkra mánuði,“ segir Haraldur.

Haraldur segir að Mjölnir hafni öllu ofbeldi. „Ef menn eru ekki beinlínis að verja hendur sínar, þannig að það hafi verið ráðist á þá eða einhverja sem eru þeim nákomnir, þá er reglan að vísa mönnum úr félaginu. Svo er rétt að benda á að það er oftast óþarfi að láta hluti þróast út í slagmál, við kennum mönnum að bakka út úr aðstæðum,“ segir Haraldur.

Haft er eftir starfsfólki á skemmtistaðnum að fólk verði mjög smeykt þegar það sjái bardagamenn lemja frá sér. Mörg vitni hafi verið að ofbeldi mannsins á Dubliner og þetta sé ekki í fyrsta skipti sem hann gerist sekur um hegðun af þessu tagi.

Haraldur bendir hins vegar á að þetta sé í fyrsta skipti sem hann hafi heyrt um meint ofbeldi af hálfu mannsins og við því hafi verið brugðist þegar í stað.

Samkvæmt heimildum DV átti árásin sé stað um þarsíðustu helgi. Mjölnismaðurinn er sagður hafa verið með bróður sínum sem einnig hafi beitt ofbeldi. Mennirnir eru sagðir hafa slegið stjórnlaust frá sér og ekki hirt um hverji yrðu fyrir höggum þeirra. Dyravörðurinn sem slasaðist í árásinni hefur verið óvinnufær síðan þetta var. Þurfti að gera að sárum hans á sjúkrahúsi, var saumað fyrir ofan auga, auk þess sem maðurinn missti tvær tennur í árásinni.

 

Fréttin hefur verið uppfærð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd