fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Fréttir

Hvað gerist ef Pútín deyr á meðan stríðið geisar?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 2. maí 2022 05:53

Er Pútín að missa tökin á stjórn sinni? Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Upptökur og myndir af Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, hafa vakið upp töluverðar vangaveltur um heilsufar hans að undanförnu. Margir telja hann mjög veikan og að hann eigi ekki mjög langt eftir ólifað. Í þessu sambandi hefur verið nefnt að hann sé með krabbamein, hafi fengið heilablóðfall og jafnvel að hann sé með parkinssonsjúkdóminn. En ef þetta er rétt, eða ekki, og Pútín deyr á meðan stríðið geisar í Úkraínu, hvað gerist þá?

Jakub M. Godzimirski, sérfræðingur hjá NUPI í Noregi, sagði í samtali við Dagbladet að margir hafi velt fyrir sér hvort Pútín sé alvarlega veikur. Það muni væntanlega ekki fást staðfest en það sé alveg öruggt að mikil valdabarátta verði meðal nánustu samstarfsmanna Pútíns þegar sú stund rennur upp að velja þurfi nýjan leiðtoga.

KlasGöran Karlsson, prófessor í sagnfræði við háskólann í Lundi, telur að Sergei Shoigu, varnarmálaráðherra, sé næstur í röðinni til að taka við völdum eða Vladimir Medinsky fyrrum menningarmálaráðherra, sem fylgir sömu hugmyndafræði og Pútín.

Godzimirski sagist ekki vera sammála Karlsson hvað varðar stöðu Shoigu, staða hans hafi veikst vegna slæms gengis rússnesku hersveitanna í stríðinu og það vinni einnig gegn honum að hann sé ekki Rússi, hann er úr röðum minnihlutahóps frá Síberíu.

Godzimirski sagðist einnig telja að ef Pútín falli skyndilega frá muni það ekki verða til þess að breyta rússneskum stjórnmálum því Pútín hafi unnið hörðum höndum að því að innprenta undirmönnum sínum hugmyndafræði sína.

Magnu Christiansson, lektor í hernaðarfræði við sænska varnarmálaskólann, sagði í samtali við Expressen að hann telji að ef Pútín deyi á meðan stríðið geisar muni einhverskonar tómarúm myndast hvað varðar völdin í landinu. Í kjölfarið muni síðan fylgja valdabarátta. Á meðan muni stríðið standa í stað því enginn muni taka frumkvæðið á meðan beðið er eftir að valdajafnvægi náist aftur. Hann sagðist telja líklegast að arftakinn komu úr röðum þeirra sem eru hátt uppi í valdapýramídanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Þorvaldur Davíð kallar eftir að virðing sé borin fyrir börnunum okkar

Þorvaldur Davíð kallar eftir að virðing sé borin fyrir börnunum okkar
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Stefán segir niðurstöðu Götunafnanefndar óheppilega – „Þetta er örnefnaklám og það vill enginn sjá!“

Stefán segir niðurstöðu Götunafnanefndar óheppilega – „Þetta er örnefnaklám og það vill enginn sjá!“
Fréttir
Í gær

Hildur setur fótinn niður: „Ég fer fram á það að samfélagið hætti að gera lítið úr nemendum mínum“

Hildur setur fótinn niður: „Ég fer fram á það að samfélagið hætti að gera lítið úr nemendum mínum“
Fréttir
Í gær

Greindist loks eftir 23 heimsóknir á heilbrigðisstofnanir – Bundinn við hjólastól en fær engar bætur

Greindist loks eftir 23 heimsóknir á heilbrigðisstofnanir – Bundinn við hjólastól en fær engar bætur