fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Orðrómarnir ganga fjöllum hærra – Hvíta húsið neitar að tjá sig

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 28. apríl 2022 05:51

Er þetta að springa í andlitið á Pútín? Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Slappur.“ „Veikburða.“ „Einbeitingarskortur.“ „Í ójafnvægi.“ Þetta eru nokkur af þeim orðum sem hafa verið notuð að undanförnu til að lýsa þeim Vladímír Pútín, Rússlandsforseta, sem hefur birst á myndbandsupptökum.

Fjöldi orðróma er á kreiki um heilsufar hans og á mánudaginn bar það á góma á fréttamannafundi í Hvíta húsinu. Einn fréttamannanna spurði út í orðrómana um heilsufar Pútíns en þeir hafa verið á sveimi síðan hann fyrirskipaði rússneska hernum að ráðast inn í Úkraínu.

„Það hafa verið ýmsar vangaveltur um heilsufar Vladímír Pútíns á grunni nýrra mynda af honum. Hefur Hvíta húsið lagt mat á málið? Hafa áhyggjur af þessu yfirhöfuð verið ræddar?“ spurði fréttamaðurinn.

Til svara var Jen Psaki, fréttafulltrúi Hvíta hússins: „Ég hef engin gögn. . . til að tjá mig sérstaklega um andlegt heilsufar Pútíns forseta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni