fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Fréttir

Kynferðisbrotamaður sem braut gegn konu með þroskahömlun predikar í Boðunarkirkjunni – „Hann er búinn að sitja af sér sína dóma“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 19. apríl 2022 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athygli DV hefur verið vakin á því að meðal predikara hjá Boðunarkirkunni í Hafnarfirði er maður sem á að baki langan brotaferil. Meðal annars var hann sakfelldur árið 2003 fyrir alvarlegt kynferðisbrot gegn konu með þroskahömlun. Um var að ræða nauðgun og hlaut hann eins árs fangelsi í Hæstarétti fyrir brotið árið 2003. Maðurinn, sem er sextugur að aldri, hefur hlotið ýmsa aðra dóma, meðal annars fyrir fíkniefnabrot árið 2012.

Í dómi Hæstaréttar vegna kynferðisbrotsins kom fram að brotið hefði verið undirbúið og að yfirlögðu ráði en hann kom í heimsókn til konunnar og færði henni kynlífstæki að gjöf. Varð það síðan tilefni að ágengni hans en konan sagðist ekki hafa veitt viðnám þar sem hún óttaðist hann. Maðurinn var undir áhrifum áfengis er hann framdi brotið. Maðurinn játaði ekki brotið heldur reyndi að koma ábyrgðinni yfir á konuna og sagði hana hafa haft frumkvæði að kynlífinu. Dómurinn lagði ekki trúnað á þann vitnisburð.

Ræður og predikanir mannsins má finna á vefsvæði Boðunarkirkjunnar. Er hann ekki í stjórn trúfélagsins.

DV hafði samband Magneu Sturludóttur, forstöðumann Boðunarkirkjunnar, og kannast hún við að umræddur maður sé á meðal predikara safnaðarins. „Hann er búinn að sitja af sér sína dóma. Það er spurning hvað ætlar þjóðfélagið að ganga langt,“ segir Magnea.

Magnea þvertekur fyrir að predikarinn komi nálægt barnastarfi í kirkjunni, það sjái hún alfarið um sjálf. En hann deili reynslu sinni stundum á samkomum: „Þetta er bara hans reynsla og hans vitnisburður, það er ekkert þannig predikun þó að það sé kallað predikun, þetta er hans reynsla í gegnum lífið og hann deilir mikið með okkur hvað hann hefur gengið í gegnum og hvað hann hefur fengið að læra af lífinu.“

Segir Magnea að maðurinn hafi átt erfiða æsku. „En hann hefur líka fengið að blómstra í lífinu.“ Segir hún að hann sé vinsæll í Boðunarkirkjunni.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stórtækur áfengisþjófur sakfelldur á Austurlandi

Stórtækur áfengisþjófur sakfelldur á Austurlandi
Fréttir
Í gær

Íslandsbanki vann stóra vaxtamálið að hluta en tapaði líka – Breki lýsir yfir sigri

Íslandsbanki vann stóra vaxtamálið að hluta en tapaði líka – Breki lýsir yfir sigri
Fréttir
Í gær

Liðskonur Pussy Riot tjá sig um brottreknu tvíburana og ógnarstjórn Pútíns

Liðskonur Pussy Riot tjá sig um brottreknu tvíburana og ógnarstjórn Pútíns
Fréttir
Í gær

Aldís hefur verið beitt grófu stafrænu ofbeldi í 10 mánuði – „Ég vil bara fá líf mitt til baka. Mig langar bara að elda kvöldmat fyrir börnin mín “

Aldís hefur verið beitt grófu stafrænu ofbeldi í 10 mánuði – „Ég vil bara fá líf mitt til baka. Mig langar bara að elda kvöldmat fyrir börnin mín “