fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Pressan

Samsæriskenningar um rússnesku blaðakonuna vekja athygli – Er hún öll þar sem hún er séð?

Pressan
Fimmtudaginn 14. apríl 2022 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneska blaðakonan Marina Ovsyannikova vakti athygli um miðjan mars er hún ruddist inn í beina fréttaútsendingu á vinsælustu sjónvarpsstöð Rússlands, Channel One, og mótmælti stríðinu í Úkraínu, en í Rússlandi hefur fjölmiðlum verið meinað að fjalla um stríðið í Úkraínu án þess að byggja fréttaflutning sinn á upplýsingum frá hinu opinbera. Eins hefur fjölmiðlum verið meina að kalla stríðið stríð heldur ber þeim að tala um sérstakar hernaðaraðgerðir. Brot gegn þessu getur varðað háum sektum og allt að 15 ára fangelsi.

Því var Marina víða hyllt sem hetja í kjölfar mótmælanna. Hún var svo handtekin af rússnesku lögreglunni og haldið í yfirheyrslum í 18 klukkustundir. Höfðu margir áhyggjur af afdrifum hennar á meðan og óttuðust hið versta. Þær áhyggjur voru þó ástæðulausar þar sem Marinu var svo sleppt og aðeins sektuð um 37 þúsund krónur fyrir mótmælin.

Nokkrum dögum síðar greindi Marina frá því að hún væri komin í felur og óttaðist um líf barna sinna. Hún hafði þá sagt starfi sínu lausu og sagðist hafa heimildir fyrir því að höfða ætti sakamál gegn henni fyrir „vísvitandi dreifingar á falsfréttum“ og hún ynni nú að því með lögmanni sínum að undirbúa varnir sínar. Hún kvaðst þó ekki ætla að flýja Rússland þrátt fyrir að henni hafi verið boðið hæli erlendis.

Nýjustu fregnirnar af Marinu voru þær að hún hefði verið ráðin til starfa hjá þýskum fjölmiðli, Die Welt, til að flytja fréttir frá Úkraínu og Rússlandi, en Marina er hálf úkraínsk.

Undanfarið hafa þó samsæriskenningar farið að ganga um Marinu. Ein þeirra kemur beint frá fyrrum vinnuveitanda hennar Channel One, en yfirmaður á sjónvarpsstöðinni, Kirill Keimoynov hefur haldið því fram að Marina sé í raun njósnari fyrir Breta. „Ekki löngu eftir mótmælin, samkvæmt okkar heimildum, ræddi Marina Ovsyannikova við breska sendiráðið,“ sagði Kirill og gaf til kynna að Marina hefði ráðfært sig við breska diplómata áður en hún mótmælti. Hann sagði Marinu hafa svikið Rússland og að hún hefði tímasett mótmælin sín til að tryggja að hún fengi örugglega launin sín greidd fyrst.

Önnur kenning sem hefur gengið mikið á samfélagsmiðlum er að Marina sé í raun að vinna fyrir Rússland.

Til að mynda hefur úkraínski blaðamaðurinn Ostap Yarysh kallað hana rússneskan áróðurssmið. Vísar hann í því samhengi til þess að Marina hafi veitt fjölmörgum fjölmiðlum Vesturlanda viðtal eftir mótmælin og þar neiti hún að tjá sig á ensku því að „rússneska sé hið stórbrotna tungumál Pushkins og Tolstojs“ og tali fyrir því að efnahagsþvingunum gegn Rússlandi verði aflétt.

Úkraínski þingmaðurinn Roman Hryshchuk er á sama máli, en hann rakti yfirlýsingu sem Marina birti samhliða mótmælunum þar sem hún talaði gegn stríðinu.

Roman segir: „Þetta hljómar eins og týpísk yfirlýsing gegn stríðinu, fyrir utan nokkur smáatriði. Í fyrsta lagi segir hún að bara Pútín beri ábyrgð á stríðinu. Þetta er rangt, meirihluti Rússa styður Pútín sem og hernámið og stríðið í Úkraínu.

Í öðru lagi talar hún um „bróðurþjóðirnar“ Rússland og Úkraínu. Þetta er kjarninn í rússneskum áróðri og er notað til að réttlæta hernám í Úkraínu: „Við erum bræður og ættum að búa í einu ríki.“

Roman segir einnig furðulegt að hún hafi skrifað mótmælaskilti sitt að hluta á ensku, enda tali hvorki Rússar né Úkraínumenn ensku dagsdaglega. Líklegast sé að skilaboðunum hafi verið ætlað augum Vesturlandabúa. Telur Roman að um skipulagða uppákomu hafi verið að ræða til að hafa áhrif á almenningsálit og mögulega til að berjast gegn efnahagsþvingunum. Beindi hann því til fólks að taka öllu sem það sér í rússnesku sjónvarpi með fyrirvara.

Eins hefur mörgum þótt grunsamlegt hversu væga sekt Marina hlaut fyrir mótmælin. Til samanburðar hefur verið nefnt að rússneskur aktívisti, sem skipti út verðmiðum í verslunum og setti í þeirra stað myndir frá Úkraínu og skilaboð gegn stríðinu, var hnepptur í 8 vikna gæsluvarðhald á meðan hún bíður þess að svara til saka fyrir að hafa talað gegn rússneska hernum. Hún á yfir höfði sér 10 ára fangelsi. Hafa þó nokkrir eins bent á að Die Welt hefði betur ráðið til sín sjálfstæða rússneska blaðamenn sem margir hafa þurft að flýja land síðustu vikur, eða jafnvel úkraínska blaðamenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Musk hafði betur – Fær sinn eigin bæ

Musk hafði betur – Fær sinn eigin bæ
Pressan
Í gær

Rafmyntamilljónamæringar og ættingjar þeirra numdir á brott hver á fætur öðrum

Rafmyntamilljónamæringar og ættingjar þeirra numdir á brott hver á fætur öðrum
Pressan
Í gær

Musk bölsótast út í fjölmiðla sem hann segir vilja sig feigan

Musk bölsótast út í fjölmiðla sem hann segir vilja sig feigan
Pressan
Í gær

Óhugnanlegt myndband af vélmenni vekur athygli – Hvað ætlaði það sér?

Óhugnanlegt myndband af vélmenni vekur athygli – Hvað ætlaði það sér?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort sefur þú vinstra eða hægra megin í rúminu? Valið segir mikið um þig

Hvort sefur þú vinstra eða hægra megin í rúminu? Valið segir mikið um þig
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullur þríhyrndur turn á Area 51 – Fólk er að missa sig yfir honum

Dularfullur þríhyrndur turn á Area 51 – Fólk er að missa sig yfir honum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hræðileg örlög systur gamanleikarans góðkunna – „Þetta var af yfirlögðu ráði“

Hræðileg örlög systur gamanleikarans góðkunna – „Þetta var af yfirlögðu ráði“
Pressan
Fyrir 3 dögum

NASA hefur reiknað út hvenær dómsdagur verður – Útlitið er svart – eða hvað?

NASA hefur reiknað út hvenær dómsdagur verður – Útlitið er svart – eða hvað?