fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Taka upp grímuskyldu á nýjan leik í Philadelphia – Faraldurinn í sókn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 14. apríl 2022 19:00

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilbrigðisyfirvöld í Philadelphia í Bandaríkjunum tilkynntu á mánudaginn að frá og með 18. apríl  verði öllum skylt að nota andlitsgrímur innanhúss þar sem almenningur hefur aðgang.

Philadelphia er því fyrsta stóra bandaríska borgin til að taka grímuskyldu upp þetta vorið. Ástæðan er að kórónuveirufaraldurinn er í sókn í borginni.

Washington Post segir að Jim Kenney, borgarstjóri, hafi sagt að borgin verði áfram opin og fólk geti haldið daglegu lífi sínu áfram, heimsótt ástvini sína og vinsæla staði en verði að nota grímur innanhúss á opinberum stöðum. Hann sagðist bjartsýnn á að þetta dugi til að hafa stjórn á faraldrinum.

Aðeins er rúmur mánuður síðan grímuskylda var afnumin í borginni.

Það er BA.2 afbrigðið sem er ráðandi í borginni en það er mjög smitandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun

Harmleikur á Englandi: 12 ára drengur látinn eftir samfélagsmiðlaáskorun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann

Ók svo hratt að ratsjá lögreglunnar gat ekki mælt hraðann
Pressan
Fyrir 4 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni

Það er kominn tími til að eyða Chrome úr tölvunni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum

Fundu 1.800 ára gömul grafhýsi full af fjársjóðum