fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Pressan

Kínverjar vildu fá að senda þungvopnaða öryggisverði til Salómonseyja

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 18. apríl 2022 09:00

Honiara höfuðborg Salómonseyja. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínversk stjórnvöld fóru fram á að fá að senda tíu manna teymi þungvopnaðra öryggisvarða til Salómonseyja á síðasta ári þegar óeirðir blossuðu upp í höfuðborginni Honiara.

Þetta kemur fram í leyniskjölum sem hefur verið lekið til fjölmiðla að sögn The Guardain. Fram kemur að öryggisverðirnir hafi átt að vera vopnaðir skammbyssum, rifflum, vélbyssum og leyniskytturifflum. Hlutverk þeirra átti að vera að annast gæslu kínverska sendiráðsins.

The Guardian er með afrit af skjölunum og segir að þau séu dagsett 3. desember. Í þeim fara kínversk yfirvöld fram á að fá að senda öryggisverði til Honiara. Í svari ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins kemur fram að hann hafi ekkert við þetta að athuga þar sem yfirvöld hafi ekki getað tryggt öryggi sendiráðsstarfsfólks á meðan óeirðirnar stóðu yfir. Hann sagðist ekki hafa neitt við það að athuga ef öryggisverðirnir yrðu á Salómonseyjum í 6 til 12 mánuði.

Í skjölunum kemur fram að öryggisverðirnir hafi átt að vera óeinkennisklæddir og með vegabréf stjórnarerindreka.

The Guardian segist ekki hafa fengið staðfest hvort öryggisverðirnir komu síðan til eyjanna eður ei.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dularfullur þríhyrndur turn á Area 51 – Fólk er að missa sig yfir honum

Dularfullur þríhyrndur turn á Area 51 – Fólk er að missa sig yfir honum
Pressan
Í gær

Fundu fjársjóð en enduðu í grjótinu

Fundu fjársjóð en enduðu í grjótinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ef þú ert í þessum blóðflokki er líklegra að þú haldir þér unglegum/legri árum saman

Ef þú ert í þessum blóðflokki er líklegra að þú haldir þér unglegum/legri árum saman
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona bætir þú tannheilsuna á einfaldan hátt að sögn tannlæknis

Svona bætir þú tannheilsuna á einfaldan hátt að sögn tannlæknis
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hreðjamikill“ skósveinn Musk útskýrir viðurnefnið – unglingur af njósnaraættum sem hefur þegar verið rekinn úr starfi í skugga þungra ásakana

„Hreðjamikill“ skósveinn Musk útskýrir viðurnefnið – unglingur af njósnaraættum sem hefur þegar verið rekinn úr starfi í skugga þungra ásakana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Andvaka Elon Musk hellti úr skálum reiði sinnar yfir Wall Street Journal

Andvaka Elon Musk hellti úr skálum reiði sinnar yfir Wall Street Journal