fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fréttir

Tónlistarmaðurinn Auður stígur fram – Viðurkennir ásakanir þriggja kvenna

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. apríl 2022 17:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Auðunn Lúthersson, sem gengur undir listamannsnafninu Auður, einn helsti popptónlistarmaður þjóðarinnar þar til honum var slaufað á síðasta ári vegna þrálátra ásakanna um kynferðisofbeldi, stígur fram í viðtali við Stöð 2 í kvöld og lýsir því hvernig hann hefði unnið í sínum málum og gert upp við þolendur sína.

Þrálátur orðrómur og ásakanir um meint kynferðisofbeldi Auðs urðu sífellt háværari síðastliðið vor. Þann 7. júní 2021 greindi DV frá því að Þjóðleikhúsið væri með ásakanir á hendur Auði til skoðunar en hann var þá að sinna verkefnum hjá leikhúsinu. Sagði Þjóðleikhúsið síðan upp verkefnasamningum við hann. Stuttu síðar dró Auður sig í hlé frá sviðsljósinu með yfirlýsingu á Instagram þar sem hann gekkst við ofbeldi gegn einni konu árið 2019. Sagðist hann ætla að vinna í sjálfum sér.

Í viðtalinu við Stöð 2 segir að allar sögusagnir um ofbeldi hans séu ekki réttar. Til dæmis harðneitar hann að vera viðriðinn svokallaða þöggunarsamninga.

„Það er í grunninn munur á því að trúa þolendum og trúa orðrómum. Ég get ekki tekið við því sem er algjörlega ósatt. Ég vil miklu frekar, bæði hér og í lífi mínu, axla ábyrgð á þeirri hegðun sem ég ber ábyrgð á. Særandi og óþægileg, ég hef verið að fara yfir mörk, og ég hef verið meiðandi í minni hegðun. Ég hef ekki gert mér almennilega grein fyrir henni en ég samt ber algjörlega ábyrgð á henni,“ segir Auður í viðtalinu.

Í viðtalinu segist Auður hafa farið í gegnum mikla sjálfsvinnu, meðal annars sálfræðimeðferð. Ennfremur hafi hann snúið baki við áfengi.

Sjá nánar um viðtalið hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Í gær

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhanna segir Woke hafa náð tökum á skólunum: „Enginn fær verðlaun eða viðurkenningu fyrir dugnað eða elju“

Jóhanna segir Woke hafa náð tökum á skólunum: „Enginn fær verðlaun eða viðurkenningu fyrir dugnað eða elju“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Egill segir átökin í Sósíalistaflokknum minna á Netflix-þátt um skemmtiferðaskip þar sem klósettin virkuðu ekki

Egill segir átökin í Sósíalistaflokknum minna á Netflix-þátt um skemmtiferðaskip þar sem klósettin virkuðu ekki