fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Pressan

Þess vegna skaltu sleppa áfengisdrykkju fyrir flugferðir

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 17. apríl 2022 21:30

Það er best að láta áfengisneyslu eiga sig fyrir flugferð og á meðan á henni stendur. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir marga er það órjúfanlegur hluti af því að ferðast flugleiðis að fá sér bjór eða annað áfengi áður en stigið er um borð í flugvél eða um borð í vélinni. En það er betra að sleppa áfengisneyslunni þegar ferðast er með flugvél.

Það er einfaldlega ekki góð hugmynd að drekka áfengi fyrir flugferð. Í umfjöllun Ladbible um málið kemur fram að sérfræðingar segi að best sé fyrir fólk að halda sig við óáfenga drykki.

Ástæðan er að aðstæðurnar í farþegarými flugvélar eru sérstakar. Þrýstijöfnun er notuð þar en hún dregur úr getu líkamans til að vinna úr súrefni. Þess utan er rakastigið í flugvélum yfirleitt svo lágt að fólk er þyrstara en það er vant.

Þetta tvennt ásamt þeirri staðreynd að áfengisneysla stuðlar að því að líkaminn þornar gerir að verkum að ekki er snjallt að drekka áfengi fyrir flugferð eða á meðan á henni stendur.

Ritesh Bawri, næringarfræðingur og sálfræðingur, sagði í samtali við NDTV Food að í 10 klukkustunda flugferð geti fullorðinn manneskja losað sig við allt að tvo lítra af vatni. Ef áfengi sé drukkið í flugferðinni geti vökvatapið orðið enn meira.

Þar sem súrefnismagnið í flugvélum er lægra en á jörðu niðri verður fólk fljótar drukkið í háloftunum en á jörðu niðri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dularfullur þríhyrndur turn á Area 51 – Fólk er að missa sig yfir honum

Dularfullur þríhyrndur turn á Area 51 – Fólk er að missa sig yfir honum
Pressan
Í gær

Fundu fjársjóð en enduðu í grjótinu

Fundu fjársjóð en enduðu í grjótinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ef þú ert í þessum blóðflokki er líklegra að þú haldir þér unglegum/legri árum saman

Ef þú ert í þessum blóðflokki er líklegra að þú haldir þér unglegum/legri árum saman
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona bætir þú tannheilsuna á einfaldan hátt að sögn tannlæknis

Svona bætir þú tannheilsuna á einfaldan hátt að sögn tannlæknis
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hreðjamikill“ skósveinn Musk útskýrir viðurnefnið – unglingur af njósnaraættum sem hefur þegar verið rekinn úr starfi í skugga þungra ásakana

„Hreðjamikill“ skósveinn Musk útskýrir viðurnefnið – unglingur af njósnaraættum sem hefur þegar verið rekinn úr starfi í skugga þungra ásakana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Andvaka Elon Musk hellti úr skálum reiði sinnar yfir Wall Street Journal

Andvaka Elon Musk hellti úr skálum reiði sinnar yfir Wall Street Journal