fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Pressan

Þýskir veitingastaðir neyðast til að taka franskar kartöflur af matseðlinum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 9. apríl 2022 19:30

Franskar kartöflur eru engin hollusta ef þær eru djúpsteiktar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir þýskir veitingastaðir hafa neyðst til að taka franskar kartöflur af matseðlinum. Ástæðan er að það er skortur á matarolíu til að steikja kartöflurnar upp úr.

Welt skýrir frá þessu. Fram kemur að veitingastaðurinn Gaffel am Dom í Köln hafi ekki getað verið með franskar kartöflur á matseðlinum síðan 1. apríl. Erwin Ott, eigandi veitingastaðarins, sagði að hér væri ekki um aprílgabb að ræða: „Ég vildi óska að þetta væri aprílgabb,“ sagði hann.

Hann sagði að veitingastaðurinn þurfi um 100 lítra af matarolíu í viku hverri til að geta boðið upp á alla þá rétti sem eru venjulega á matseðlinum. En þessa dagana fær veitingastaðurinn aðeins brot af því magni.

Ástæðan fyrir matarolíuskortinum er stríðið í Úkraínu. Úkraína og Rússland eru einir stærstu framleiðendur matarolíu í heiminum. Eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu hafa Úkraínumenn ekki sent nærri því jafn mikið magn af matarolíu úr landi og fyrir stríð. Það er farið að hafa áhrif í Þýskalandi og mun væntanlega einnig hafa áhrif víðar um heim þegar fram í sækir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dularfullur þríhyrndur turn á Area 51 – Fólk er að missa sig yfir honum

Dularfullur þríhyrndur turn á Area 51 – Fólk er að missa sig yfir honum
Pressan
Í gær

Fundu fjársjóð en enduðu í grjótinu

Fundu fjársjóð en enduðu í grjótinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ef þú ert í þessum blóðflokki er líklegra að þú haldir þér unglegum/legri árum saman

Ef þú ert í þessum blóðflokki er líklegra að þú haldir þér unglegum/legri árum saman
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona bætir þú tannheilsuna á einfaldan hátt að sögn tannlæknis

Svona bætir þú tannheilsuna á einfaldan hátt að sögn tannlæknis
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hreðjamikill“ skósveinn Musk útskýrir viðurnefnið – unglingur af njósnaraættum sem hefur þegar verið rekinn úr starfi í skugga þungra ásakana

„Hreðjamikill“ skósveinn Musk útskýrir viðurnefnið – unglingur af njósnaraættum sem hefur þegar verið rekinn úr starfi í skugga þungra ásakana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Andvaka Elon Musk hellti úr skálum reiði sinnar yfir Wall Street Journal

Andvaka Elon Musk hellti úr skálum reiði sinnar yfir Wall Street Journal