fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Pressan

Flugmaður laug til um reynslu sína og flaug með fjölda farþega – Nú hefur hann verið dæmdur

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 10. apríl 2022 14:00

Vél frá British Airways

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki snjallt að ljúga til um reynslu sína og menntun á ferilskránni. Það er kannski sérstaklega alvarlegt þegar flugmenn eiga í hlut því mikil ábyrgð hvílir á herðum þeirra og því ótrúlega óábyrgt að ljúga til um reynslu eða menntun sem flugmaður.

En það stöðvaði ekki Craig Butfoy, sem hefur starfað hjá British Airways, í að ljúga til um starfsreynslu sína þegar hann sótti um vinnu hjá flugfélaginu.

Ladbible segir að hann hafi nú verið dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir brot á loftferðalögum og svik. Hann játaði brot sín. Hann var meðal annars sakfelldur fyrir að hafa skrifað á ferilskrá sína að hann væri með 1.610 klukkustunda reynslu sem flugstjóri í áætlunarflugi vitandi að svo væri ekki.

Hann skrifaði líka að hann væri með leyfi til að fljúga einkaflugvélum en það er ekki rétt. Hann skreytti sig einnig fleiri stolnum fjöðrum.

British Airways, sem hann starfaði hjá árum saman, segir að hann hafi aldrei stefnt farþegum í hættu. Ástæðan sé meðal annars að hann hafi verið með flugmannsréttindi og að alltaf séu tveir flugmenn í vélum félagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dularfullur þríhyrndur turn á Area 51 – Fólk er að missa sig yfir honum

Dularfullur þríhyrndur turn á Area 51 – Fólk er að missa sig yfir honum
Pressan
Í gær

Fundu fjársjóð en enduðu í grjótinu

Fundu fjársjóð en enduðu í grjótinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ef þú ert í þessum blóðflokki er líklegra að þú haldir þér unglegum/legri árum saman

Ef þú ert í þessum blóðflokki er líklegra að þú haldir þér unglegum/legri árum saman
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona bætir þú tannheilsuna á einfaldan hátt að sögn tannlæknis

Svona bætir þú tannheilsuna á einfaldan hátt að sögn tannlæknis
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Hreðjamikill“ skósveinn Musk útskýrir viðurnefnið – unglingur af njósnaraættum sem hefur þegar verið rekinn úr starfi í skugga þungra ásakana

„Hreðjamikill“ skósveinn Musk útskýrir viðurnefnið – unglingur af njósnaraættum sem hefur þegar verið rekinn úr starfi í skugga þungra ásakana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Andvaka Elon Musk hellti úr skálum reiði sinnar yfir Wall Street Journal

Andvaka Elon Musk hellti úr skálum reiði sinnar yfir Wall Street Journal