fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Pressan

Kanadamenn hyggjast kaupa 88 F-35 orustuþotur

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 2. apríl 2022 13:30

F-35 þoturnar eru smíðaðar af Lockheed Martin í Bandaríkjunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kanadísk stjórnvöld hafa valið Lockheed Martin Corp sem það fyrirtæki sem þau vilja helst ganga til samninga við um kaup á 88 nýjum orustuþotum. Filomena Tassi, ráðherra í kanadísku ríkisstjórninni, sagði á mánudaginn að þetta væri skýrt merki um að samið verði við Lockheed Martin.

CNN skýrir frá þessu og segir að þessi ákvörðun bendi til að kanadíska stjórnin sé nú nær því en áður að taka ákvörðun um kaup á orustuþotum en hún hefur dregið lappirnar með það í rúman áratug. Nú er hún hins vegar undir miklum þrýstingi um að taka ákvörðun og er það stríðið í Úkraínu sem veldur því.

Það hefur staðið til í rúman áratug að skipta gömlum F-18 orustuþotum kanadíska flughersins út en eitt og annað hefur komið upp á sem hefur seinkað ákvarðanatöku.

F-35 vélar eru notaðar af bandaríska flughernum og ýmsum NATO-ríkjum og hafa sannað sig sem góðar og áreiðanlegar vélar sagði Anita Anand varnarmálaráðherra.

Samningaviðræður hefjast fljótlega við Lockeed Martin og vonast kanadíska ríkisstjórnin að þeim ljúki á þessu ári og að fyrstu vélarnar verði afhentar 2025. Verðmæti samningsins verður um 15 milljarðar dollara.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óhugnanlegt myndband af vélmenni vekur athygli – Hvað ætlaði það sér?

Óhugnanlegt myndband af vélmenni vekur athygli – Hvað ætlaði það sér?
Pressan
Í gær

Trump ætlar að opna Alcatraz-fangelsið aftur

Trump ætlar að opna Alcatraz-fangelsið aftur
Pressan
Fyrir 3 dögum

NASA hefur reiknað út hvenær dómsdagur verður – Útlitið er svart – eða hvað?

NASA hefur reiknað út hvenær dómsdagur verður – Útlitið er svart – eða hvað?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta er hinn fullkomni tími til að vakna á morgnana – Breytist með aldrinum

Þetta er hinn fullkomni tími til að vakna á morgnana – Breytist með aldrinum