fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
Pressan

Vísindamönnum er brugðið – Segja að þetta eigi ekki að geta gerst

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 27. mars 2022 09:00

Frá Suðurskautslandinu. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir skömmu síðan hefði þetta verið óhugsandi. Þetta segir Stefano Di Battista, loftslagssérfræðingur, um hitamet sem féll nýlega á Suðurskautslandinu.

Hitametið sem um ræðir var sett á rannsóknarstöðinni Concordia sem er í þriggja kílómetra hæð yfir sjávarmáli. Þar mældist frostið aðeins 12,2 gráður föstudaginn 18. mars að sögn frönsku veðurstofunnar Meteo-France. Dagbladet skýrir frá þessu.

Jarðeðlisfræðingurinn Jonathan Willie segir að fyrra metið hafi verið 13,7 mínusgráður og því var metið slegið um 1,5 gráður.

Á Annari rannsóknarstöð á Suðurskautslandinu, Dumont d‘Urville, er hitastigið á þessum árstíma venjulega undir frostmarki. En fyrr í mánuðinum mældist 4,9 gráðu hiti þar.

Willie segir hitametið vera „einstakt“ og í samtali við Washington Post sagði hann það hafa gjörbylt þeim væntingum sem vísindamenn hafa til loftslagskerfanna á Suðurskautslandinu. Battista tekur undir þessa skoðun hans en hann skrifaði á Twitter að þessi hitamet hefðu verið talin „óhugsandi“ og „útilokuð“ fyrir ekki svo löngu síðan.

Willie líkti þessu við hitabylgjuna í Kanada og norðvestanverðum Bandaríkjunum á síðasta ári. Þá skall öflug hitabylgja á þessum svæðum. Vísindamenn sögðu þá að hún hefði aldrei getað orðið svona öflug nema vegna loftslagsbreytinga af mannavöldum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað

Trump ætlaði að henda forhertum glæpamönnum úr landi – Nú beinir hann sjónum sínum annað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Útfararstjóri geymdi barnslík í stofunni heima hjá sér

Útfararstjóri geymdi barnslík í stofunni heima hjá sér
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu leynilega norðurkóreska herstöð

Fundu leynilega norðurkóreska herstöð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu

Afmyndaður eftir fólskulega árás í Þýskalandi – Skipti sér af þegar tveir karlar áreittu konu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Banvænt holdétandi sníkjudýr fannst í fyrsta sinn í manneskju í Bandaríkjunum

Banvænt holdétandi sníkjudýr fannst í fyrsta sinn í manneskju í Bandaríkjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bók Virginia Giuffre kemur út eftir andlát hennar – Endaði í faðmi sem hún taldi að myndi verða vendipunktur í lífi hennar

Bók Virginia Giuffre kemur út eftir andlát hennar – Endaði í faðmi sem hún taldi að myndi verða vendipunktur í lífi hennar