fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Er hugsanlegt að lausn á Úkraínustríðinu sé að finna í Finnlandi?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 21. mars 2022 09:00

Frá Helsinki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Er einhver  möguleiki á að hægt sé að stöðva stríðið í Úkraínu án þess að landið verði innlimað í Rússland? Með því myndi landið glata sjálfstæði sínu, frelsi og sjálfsákvörðunarrétti.

Sumir sérfræðingar segja nei en aðrir benda á finnska módelið svokallaða sem hugsanlega lausn. Finnar áttu í stríði tvisvar í stríði við Sovétríkin frá 1939 til 1944 og töpuðu. Samt sem áður fengu Finnar að halda sjálfstæði sínu og vera lýðræðisríki með vestrænt markaðshagkerfi eftir síðari heimsstyrjöldina.

Þetta fengu þeir gegn því að lofa að vera óháðir öðrum ríkjum og bandalögum, nema hvað þeir fengu að vera með í Norðurlandasamstarfinu, en þó aðallega gegn því að verða ekki aðilar að NATO og gegn því að sleppa því að vera með löggjöf og yfirlýsingar sem gætu talist andsovéskar. Sovétmenn fengu einnig að hafa ákveðin áhrif á finnsk innanríkismál.

Jótlandspósturinn hefur eftir Hans Mouritzen, sérfræðingi hjá Dansk Institut for Internationale Studier, að margir telji að eina leiðin fyrir Úkraínu út úr stríðinu sé einhverskonar „Finnlandsvæðing“ sem bæði Úkraínumenn og Rússar gætu lifað með. Til þess að þetta gæti gengið upp þyrfti að uppfylla ákveðin skilyrði, til dæmis að Rússar lofi að koma ekki 100.000 mann herliði fyrir við landamæri ríkjanna. Hann benti þó á að hugsanlega sé „Finnlandsvæðingarleiðin“ ekki lengur fær vegna þess sem hefur gerst í stríðinu fram að þessu þar sem Rússar hafa gengið fram af mikilli hörku og orðið mörg þúsund manns að bana og lagt stór svæði í rúst. „En Finnar fóru í gegnum tvö hræðileg stríð og tókst samt sem áður að koma ró á og halda áfram. Það er enginn vafi á að það er erfitt ferli sem krefst þess að fólk sé með stáltaugar eins og finnskir stjórnmálamenn voru með. Ég er þó ekki viss um að úkraínskir stjórnmálamenn séu með þennan hæfileika,“ sagði hann.

Einar Lie, hjá Oslóarháskóla, sagðist einnig sjá finnska módelið sem möguleika. Finnar hafi lifað við mikla spennu í samskiptunum við Sovétríkin og síðar Rússland og hafi fundið leið til að lifa náið með þessum stóra nágranna sínum. Finnar séu því vanir að glíma við stórveldi en það sé óvíst hvort Pútín muni sætta sig við leið af þessu tagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast