fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Pressan

Þetta gerist í líkamanum þegar þú gengur 10.000 skref á dag

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 20. mars 2022 16:00

Þau hugsa greinilega um heilsuna. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er margt sem ætti að vera hvatning fyrir fólk til að ganga að minnsta kosti 10.000 skref á dag og það eru góðar margar ástæður til að reima gönguskóna á sig og fara í góðan göngutúr.

Þar á meðal má nefna að hjartað styrkist, það dregur úr líkunum á að fá krabbamein og kílóunum ætti að fækka. Sýnt hefur verið fram á heilsufarslegan ávinning göngu í fjölda vísindarannsókna og það er eiginlega ekki eftir neinu að bíða, bara að fara í skóna og fara út í góðan göngutúr.

Göngutúrar styrkja blóðrásina og hjartað. Þeir vinna gegn ýmsum hjarta- og æðasjúkdómum, koma í veg fyrir að magn blóðfitu verði of mikið og lækka blóðþrýstinginn. Rannsóknir hafa sýnt að ef þú gengur í 30 mínútur á dag dregur það úr líkunum á hjarta- og æðasjúkdómum um 30%.

Göngutúrar eru líka góðir fyrir heilann því þeir draga úr líkunum á blóðtappa. Sumar rannsóknir benda til að þeir hafi einnig góð áhrif á minnið og vinni gegn elliglöpum.

Göngutúrar bæta svefninn en niðurstöður margra rannsókna sýna að líkamleg áreynsla og hreyfing yfir daginn geti bætt nætursvefninn. Í einni rannsókn kom í ljós að fullorðið fólk, sem glímdi ekki við svefnvandamál, svaf enn betur ef það bætti við þann daglega tíma sem það notaði til gönguferða.

Gönguferðir draga úr líkunum á þunglyndi. Rannsóknir hafa sýnt að fólk sem er í góðu líkamlegu formi er með færri einkenni þunglyndis og það dregur úr líkunum á þunglyndi síðar á ævinni.

Göngutúr er góður til að losa um spennu og vinnur þannig gegn stressi því líkamleg áreynsla eykur magn endorfíns í líkamanum.

Göngutúrar hafa einnig áhrif á vigtina því það er auðvitað gott fyrir líkamann að fá hreyfingu og hún þarf ekki að vera rosalega erfið til að hafa góð áhrif á hann. Ef þú byrjar að stunda göngutúra í klukkustund daglega þá ættir þú að léttast um 5-10 kg á einu ári en þó með þeim formerkjum að þú mátt ekki borða meira en áður.

Stórar rannsóknir hafa sýnt að hreyfing dregur úr líkunum á að fá ýmsar tegundir krabbameins. Það er enn ein ástæðan fyrir að fara í göngutúr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf

Fundu faldar myndavélar í Airbnb-íbúðinni – Voru mynduð þegar þau stunduðu kynlíf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn

Fyrrum raunveruleikastjarna ákærð fyrir að hafa myrt og sundurlimað maka sinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum

Þess vegna á aldrei að grilla kjöt um leið og það er tekið úr ísskápnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu

Svona styrkir þú þarmaflóruna með einfaldri breytingu á mataræðinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?

Ráðgátan í Thuleherstöðinni – Hvað varð um Jytte?
Pressan
Fyrir 5 dögum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum

92 ára gamall maður ákærður fyrir glæp sem var framinn fyrir 58 árum