fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Pressan

COVID-19 andlát eru hugsanlega þrisvar sinnum fleiri á heimsvísu en opinberar tölur segja til um

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 13. mars 2022 10:04

Kórónuveiran kom fyrst fram í Wuhan í Kína. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að dauðsföll af völdum COVID-19 hafi hugsanlega verið allt að þrisvar sinnum fleiri á heimsvísu en opinberar skráningar segja til um. Höfundar segja að mikilvægt sé að greina á milli beinna dauðsfalla af völdum COVID-19 og óbeinna, til dæmis vegna ónægs aðgengis að heilsugæslu og heilbrigðisþjónustu.

Sky News skýrir frá þessu. Fram kemur að samkvæmt rannsókninni hafi 18,2 milljónir manns hugsanlega látist af völdum COVID-19 frá upphafi faraldursins til ársloka 2021. Opinberar tölur, sem ná frá janúar 2020 til ársloka 2021, sýna að 5,9 milljónir hafi látist.

Umrædd rannsókn er fyrsta ritrýnda rannsóknin um hversu miklu fleiri létust af völdum veirunnar en opinberar tölur segja til um.

Gögn frá 191 landi voru skoðuð og reiknilíkön voru notuð til að leggja mat á fjölda óskráðra dauðsfalla. Á heimsvísu voru þau talin 120 á hverja 100.000 íbúa. Í sumum löndum voru dauðsföllin mun fleiri, allt upp í 512 á hverja 100.000 íbúa á Andesfjallasvæði Suður-Ameríku. Í Austur-Evrópu voru þau 345 á hverja 100.000 íbúa og í Mið-Evrópu 316 á hverja 100.000 íbúa.

Í nokkrum löndum voru dauðsföllin færri en reikna mátti með út frá sögulegum gögnum. Þar á meðal er Ísland en hér á landi voru dauðsföllin 48 færri á hverja 100.000 íbúa, í Ástralíu voru þau 38 færri á hverja 100.000 íbúa og í Singapúr voru þau 16 færri á hverja 100.000 íbúa.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu The Lancet.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tekinn af lífi eftir 20 ár á dauðadeild – Hélt fram sakleysi sínu allt til síðasta dags

Tekinn af lífi eftir 20 ár á dauðadeild – Hélt fram sakleysi sínu allt til síðasta dags
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjárkúgunarhringur herjar á kanadíska borg – Ung kona lifði naumlega af

Fjárkúgunarhringur herjar á kanadíska borg – Ung kona lifði naumlega af
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti

Harmleikur þegar 500 þúsund býflugur drápust á einu bretti
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump enn með ásakanir í garð Biden – Var sjálfur forseti þegar þetta á að hafa gerst

Trump enn með ásakanir í garð Biden – Var sjálfur forseti þegar þetta á að hafa gerst
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“