fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Maður með óútskýrðar tekjur upp á 23 milljónir sakfelldur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 10. mars 2022 14:30

mynd/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendur maður með íslenska kennitölu, fæddur árið 1985, hefur verið sakfelldur fyrir stórfellda ræktun og sölu á kannabis auk peningaþvættis. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur 3. mars.

Var hann sakaður um að hafa haft í fórum sínum, í sölu- og dreifingarskyni, vel á áttunda kíló af kannabis, 2,5 kg af kannabislaufum, yfir 400 kannabisplöntur og fleira.

Fundust efnin annars vegar í íbúðum í Reykjavík og hins vegar í iðnaðarhúsi í Hafnarfirði.

Maðurinn var einnig ákærður fyrir peningaþvætti því rannsókn á fjárreiðum hans leiddi í ljós óútskýrðar tekjur upp á rúmlega 23 milljónir á árunum frá 2019 til 2021.

Maðurinn játaði öll brotin undanbragðalaust en hann hefur ekki fengið dóm áður. Var hann dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi, látinn sæta upptöku á efnum og ýmsum tækjum, sem og upptöku á peningum upp á tæplega þrjár milljónir. Þá þarf hann að greiða um tvær og hálfa milljón í málskostnað.

Dóminn má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“
Fréttir
Í gær

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Borgar þrisvar sinnum meira rafmagn en nágranninn – „Gæti verið grasið sem þú ert að rækta“

Borgar þrisvar sinnum meira rafmagn en nágranninn – „Gæti verið grasið sem þú ert að rækta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“