fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Allir héldu að Rússar myndu sigra á skömmum tíma – Þetta eru ástæðurnar fyrir að það hefur ekki gengið eftir

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 10. mars 2022 08:00

Rússnesk herflugvél sem var skotin niður í upphafi stríðsins í Úkraínu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Rússar réðust inn í Úkraínu bjuggust þeir sjálfir við skjótum sigri og margir reiknuðu einnig með því enda her þeirra miklu stærri og öflugri en úkraínski herinn. En sókn Rússa hefur ekki gengið sem skyldi og hefur hersveitum þeirra ekki miðað mikið að undanförnu þrátt fyrir að stórskotaliðshríð sé látin dynja á borgum og bæjum.

Niels Bo Poulsen, hernaðarsérfræðingur, sagði í samtali við Jótlandspóstinn að þrjár ástæður væru fyrir að Rússar hafi ekki enn sigrað.

Sú fyrsta er Pútín sjálfur. Poulsen sagði að margt, sem hefur komið fram á undanförnum árum, bendi til að Pútín hafi einangrast sífellt meira frá umheiminum. Hann fái upplýsingar frá frekar litlum hópi og ráðfæri sig ekki nægilega mikið við breiðan hóp ráðgjafa. Til dæmis líti út fyrir að hvorki efnahagsráðuneytið né seðlabankinn hafi vitað um fyrirhugaða innrás því annars hefði verið gripið til ráðstafana til að flytja peninga á milli staða. Hann benti á að á þeim áratugum sem Pútín hefur verið við völd hafi þeim fækkað sem hann umgengst og það sé nú aðallega fólk sem veit hvað hann vill heyra og segi einmitt það. Það geri að verkum að hann sé hugsanlega ekki í tengslum við raunveruleikann.

Önnur ástæða er rússneska kerfið. Poulsen sagði að þau vandamál sem rússnesku hersveitirnar glíma nú við líkist ótrúlega vandamálum þýska hersins í báðum heimsstyrjöldunum. Þá háðu þýskur hersveitirnar harðar orustur en æðstu menn ríkisins, keisarinn og síðar Hitler, fengu ekki góða ráðgjöf varðandi notkun diplómatískra leiða eða hvaða áhrif stríðið hefði á efnahagslífið. Þannig hafa snaran sífellt þrengst að hálsi þeirra á efnahagssviðinu og það sé svipuð mynd og sést nú í Rússlandi. Hann sagðist telja að eitt af stærstu vandamálum Rússlands síðustu 150 árin sé að ekki hafi tekist að finna leiðir til að almenningur og fólk með fjárhagsvit taki þátt í rekstri hins opinbera.

Spilling er síðan þriðja ástæðan. Poulsen sagði að ef þær upplýsingar sem hafa komið fram um vafasöm gæði útbúnaðar rússneska hersins séu réttar þá bendi það til að hin landlæga spilling í Rússlandi hafi einnig áhrif á stríðsreksturinn. „Þetta hefur alltaf verið vandamál í Rússlandi. Þú færð fjárveitingu og stingur hluta af henni í eiginn vasa og kaupir síðan ódýrari útbúnað en átti að gera. Pútín fær svo að vita að toppútbúnaður hafi verið keyptur,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“

Vekur athygli á hvimleiðum ósóma ferðamanna – „Þessari áráttu að ferðast og skilja eftir sig subbuskap“
Fréttir
Í gær

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum

Hillary Clinton ætlar að tilnefna Trump til friðarverðlauna Nóbels að uppfylltum ákveðnum skilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar

Jón Gnarr tjáir sig um kynferðisbrotamálið á Múlaborg – Á barnabörn á deildinni og furðar sig á viðbragðaleysi borgarinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“

Íbúar á Þórshöfn kvarta sáran undan hávaða og mengun – „Ég get ekki sætt mig við það að þetta sé komið til að vera svona í framtíðinni“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Borgar þrisvar sinnum meira rafmagn en nágranninn – „Gæti verið grasið sem þú ert að rækta“

Borgar þrisvar sinnum meira rafmagn en nágranninn – „Gæti verið grasið sem þú ert að rækta“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“

Haraldur rifjar upp ótrúlega atburðarás frá Twitter-tímanum – „Lausnin var mjög gölluð og takmörkuð“