fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Pressan

Ráðgátan um skjalavörslu Trump vindur upp á sig

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. mars 2022 21:00

Donald Trump. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það líður varla sá dagur í Washington D.C. að ekki berist nýjar upplýsingar um Donald Trump og árásina á þinghúsið í janúar á síðasta ári. Eins og staðan er núna er ekki annað að sjá en að Trump hafi hegðað sér mjög undarlega eftir að hann neyddist til að flytja úr Hvíta húsinu eftir ósigurinn í forsetakosningunum og það sem sumir segja vera misheppnaða valdaránstilraun í kjölfarið.

Málið snýst um rannsókn rannsóknarnefndar á vegum fulltrúadeildar þingsins á árásinni á þinghúsið þann 6. janúar 2021. Þá réðust mörg hundruð stuðningsmenn Trump á þinghúsið til að reyna að koma í veg fyrir að kjör Joe Biden, sem forseta, yrði staðfest af þinginu. Nefndin er að reyna að komast að hvort Trump hafi hvatt til árásarinnar en nokkrir létust og fjöldi fólks slasaðist í henni.

Nefndin byggir rannsókn sína meðal annars á ýmsum skjölum og skrám Hvíta hússins yfir símtöl Trump og gestalistum. Nefndin er enn að reyna að öðlast yfirsýn yfir málið.

Trump hefur reynt að koma í veg fyrir að hún fengi aðgang að ýmsum skjölum með því að bera fyrir sig friðhelgi forseta. Nýlega hafnaði hæstiréttur þeim rökum hans og þar með var opnað fyrir möguleika rannsóknarnefndarinnar að fá þau skjöl sem hún vill fá.

Fram hefur komið að bandaríska þjóðskjalasafnið hafi fengið aðgang að 15 skjalakössum með opinberum skjölum frá valdatíma Trump. Þessa kassa geymdi Trump heima hjá sér og á golfsetri sínu í Mar-a-Lago í Flórída.

Carolyn Maloney, sem situr í rannsóknarnefndinni, segir að með því að taka kassana með sér hafi Trump brotið gegn lögum um skjalavörslu forsetaembættisins en þau voru sett 1978 til að koma í veg fyrir að forsetar geti fjarlægt gögn um sjálfa sig þegar þeir láta af embætti. Hún hefur sagt að málið sé hugsanlega „eitt alvarlegasta brotið á lögunum“. Hún hefur einnig bent á að skjöl frá Hvíta húsinu eigi að vera í þjóðskjalasafninu en ekki í „golfhúsi“.

Trump segir að nota hafi átt skjölin í kössunum 15 í einkabókasafn sem hann hafi eins og allir fyrrum forsetar Bandaríkjanna sett á laggirnar til segja frá tímanum í Hvíta húsinu.

En þessu til viðbótar hafa komið fram upplýsingar um að Trump hafi í forsetatíð sinni verið vanur að rífa skjöl í tætlur og sturta þeim niður í klósettið í Hvíta húsinu. Stephanie Grisham, fyrrum fjölmiðlafulltrúi hans, segir að hann hafi oft rifið skjöl í tætlur og hent á gólfið.

Trump hefur sagt að þessar ásakanir séu ekki réttar en það hefur ekki stöðvað rannsókn rannsóknarnefndarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“

Ótrúlegt myndband af hetjunni í Sydney – „Hann er hetja, 100% hetja“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis

Faðir skaut son sinn vegna heimsóknarleysis
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal

Ráðherrann staðinn að lygum í þinginu – Reyndi að fara undan í flæmingi og flúði svo þingsal
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna

Eiginkonan varð veik eftir heimsendan mat – Brá mikið þegar hann sá Ring-upptökuna
Pressan
Fyrir 1 viku

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill

Trump brjálaður og segir það jaðra við landráð að fjölmiðlar saki hann um að vera heilsuveill
Pressan
Fyrir 1 viku

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma

Afhjúpa ógnvekjandi áróðursherferð sem bendlaði Taylor Swift við nasisma
Pressan
Fyrir 1 viku

Myndbandið sagt vera þess eðlis að það myndi valda óeirðum ef almenningur sæi það

Myndbandið sagt vera þess eðlis að það myndi valda óeirðum ef almenningur sæi það
Pressan
Fyrir 1 viku

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf

Hélt hún væri að fara að hitta draumaprinsinn en í staðinn beið hennar kunnuglegt andlit og grunn gröf