fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Fréttir

Hér er Pútín sagður fela ástkonu sína og börn

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. mars 2022 07:17

Alina Kabaeva er sögð vera ástkona Pútín, hin leynilega forsetafrú. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskur almenningur er farinn að finna fyrir refsiaðgerðum Vesturlanda gegn Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu. Þær koma illa við veski margra og gera líf almennings enn erfiðara. Auk þess er almenningur einangraður frá umheiminum að miklu leyti því gripið hefur verið til strangrar ritskoðunar í landinu. En á sama tíma hafa Pútín og hans fólk það gott enda með nóg af peningum til umráða eftir að hafa arðrænt rússnesku þjóðina áratugum saman og sankað að sér miklum auði.

Pútín er sagður hafa komið ástkonu sinni, Alina Kabaeva, og fjórum börnum hennar í öruggt skjól í Sviss. Kabaeva er 38 ára og fyrrum gullverðlaunahafi á Vetrarólympíuleikum.

Mirror og Page Six skýra frá þessu. Miðlarnir segja að Pútín sé faðir barnanna en það hefur aldrei verið staðfest því Pútín gætir vel að einkalífi sínu og lætur lítið uppi um það.

„Á meðan Pútín ræðst á Úkraínu, saklausa borgara og veldur flóttamannavanda, er fjölskylda hans á afskekktum og mjög öruggum stað í Sviss, að minnsta kosti ennþá,“ hefur Page Six eftir ónafngreindum heimildarmanni.

Að Sviss hafi orðið fyrir valinu sem felustaður fjölskyldunnar þarf ekki að koma á óvart því börn Kabaeva eru öll fædd þar og eru svissneskir ríkisborgarar. Talið er að Kabaeva sé það einnig. Þau geta því auðveldlega „falist“ í landinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði

Stórtækir þjófar létu greipar sópa á Hornafirði
Fréttir
Í gær

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara

Segir ábendingahnapp hjá Borgarholtsskóla notaðan til að koma á framfæri nafnlausu níði um kennara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður

Vegfarandi stórslasaðist eftir að ekið var á hann og hund hans á Langholtsvegi – Ökumaðurinn sýknaður
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“

Fékk hroll þegar hún las bréf MAST um mál hundsins Úffa – „Stofnanir verða að sýna mannúð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín

Gluggi kom af stað nágrannaerjum í Garðabæ – Bærinn skammaður fyrir vinnubrögð sín
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni

Hestamönnum neitað um aðgengi að Hvaleyrarvatni
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara

Landsréttur mildaði verulega dóm yfir ungum stórsmyglara
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga

Mohamad Kourani kominn á almennan gang á Hólmsheiði innan um tvo Alzheimer-sjúklinga