fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Eyjan

Snæbjörn Ingi ráðinn framkvæmdastjóri Itera á Íslandi

Eyjan
Föstudaginn 4. mars 2022 10:51

Snæbjörn Ingi Ingólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snæbjörn Ingi Ingólfsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri alþjóðlega tæknifyrirtækisins Itera á Íslandi. Itera opnaði á síðasta ári skrifstofu í Reykjavík en aðalskrifstofur fyrirtækisins eru í Noregi. Itera sérhæfir sig í að skapa sjálfbær og stafræn viðskipti og með opnun skrifstofunnar í Reykjavík stefnir fyrirtækið á að auka umsvif sín hér á landi.

Snæbjörn Ingi starfaði áður sem viðskiptastjóri og sölustjóri í viðskiptalausnum hjá Origo. Hann hefur starfað lengi í upplýsingatækniumhverfinu og segist vera með brennandi áhuga á öllu sem viðkemur tækni og tækniþróun.

,,Ég hef starfað á vettvangi upplýsingatækni nær allan minn starfsferil og komið að flestum þáttum rekstrar, stefnumótunar og þróunar á þeim vettvangi. Ég er fullur tilhlökkunar að koma til starfa hjá Itera sem er afar spennandi fyrirtæki og hefur stækkað mjög mikið á undanförnum árum. Meginmarkmið Itera er að aðstoða fyrirtæki við að skapa sjálfbær og stafræn viðskipti með tæknilausnum og nýsköpun og hafa þannig jákvæð áhrif á rekstur þeirra. Það verður spennandi verkefni að byggja upp starfsemi Itera hér á landi,“ segir Snæbjörn Ingi.

 

Íslenskur upplýsingatæknimarkaður á miklum tímamótum

,,Íslenskur upplýsingatæknimarkaður er á miklum tímamótum, og það hefur verið sprenging í fjölgun starfa á þessum vettvangi og erfiðlega gengur að ráða í störfin. En þar getur þjónusta Itera komið að gagni,“ segir hann ennfremur.

Itera er með 11 skrifstofur í 6 löndum. Itera vinnur að verkefnum fyrir fjölda alþjóðlegra fyrirtækja í gagnafrekum iðnaði. Meðal viðskiptavina fyrirtækisins hér á landi eru Landsbankinn, Wise og Össur. Undanfarin fimm ár hefur Itera verið tilnefnt eitt af mest vaxandi nýsköpunarfyrirtækjum Noregs þvert á atvinnugreinar.

,,Ég er mjög ánægður að fá Snæbjörn til þess að byggja upp á Itera á Íslandi með okkur. Snæbjörn er reynslumikll sérfræðingur í upplýsingatækni með öflugan bakgrunn sem styður vel við markmið Itera að ná góðum árangri á Íslandi,“ segir Odd Khalifi, forstöðumaður alþjóðlegrar viðskiptaþróunar hjá Itera.

,,Slagorð Itera er „Gerðu gæfumuninn“ (e. Make a Difference), vísar til þess að við leggjum okkur fram um að hafa jákvæð áhrif á rekstur fyrirtækja með því að búa til sjálfbær stafræn fyrirtæki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar

Diljá Mist Einarsdóttir: Umræðan um sjávarútveg stjórnast af tilfinningum – verðum að vanda okkur, líka auglýsingarnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum

Áslaug Arna tekur sér leyfi á þingi til að elta langþráðan draum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir

Orðið á götunni: Meira um grátskýrslu forstjóra Síldarvinnslunnar – Samherji á fyrirtækið en ekki lífeyrissjóðirnir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“

Kolbrúnu ofbýður framkoma Vilhjálms – „Aldrei man ég eftir svo grófu dæmi“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki

Bandaríkin eru svona nærri því að verða einræðisríki
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 

Björn Bjarnason hæðist að Svandísi – „Enginn getur tekið tapið frá flokksformanninum – sama hvað hlaðvarpssamtölin verða mörg“ 
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi

Sigmundur Ernir skrifar: Ótti íhaldsaflanna við vit og vísindi