fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

„Evrópubúar, vaknið!“ – „Ef það verður sprenging þá er það endirinn fyrir okkur öll, endalok Evrópu“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. mars 2022 05:04

Volodymyr Zelenskyy. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Volodymyr Zelenskyy, Úkraínuforseti, birti myndband á samfélagsmiðlum í nótt í kjölfar árásar rússneskra hersveita á Zaporizhzhia kjarnorkuverið, sem er stærsta kjarnorkuver Evrópu, og óskaði eftir tafarlausri hjálp.

Eldur kom upp við kjarnorkuverið í nótt eftir skothríð rússneskra hersveita. Þær meinuðu síðan slökkviliði í fyrstu að slökkva eldinn en heimiluðu það síðan og hefur hann nú verið slökktur. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segir að geislun sé eðlileg við kjarnorkuverið.

„Evrópubúar, vaknið! Segið stjórnmálamönnunum ykkar að rússneskar hersveitir skjóti á kjarnorkuverið Zaporizhzhia,“ segir forsetinn í myndbandinu.

Hann segir einnig að skotið hafi verið á það úr skriðdrekum sem eru búnir hitaleitandi myndavélum. „Þeir vita því hvað þeir eru að skjóta á. Þeir höfðu skipulagt þetta,“ segir hann.

„Ef það verður sprenging þá er það endirinn fyrir okkur öll, endalok Evrópu. Aðeins skjót viðbrögð Evrópu geta stöðvað rússneskar hersveitir og komið í veg fyrir dauða Evrópu vegna hörmunga í kjarnorkuveri,“ segir hann einnig í myndbandinu að sögn erlendra fjölmiðla.

Bardagar liggja nú niðri við kjarnorkuverið og úkraínsk yfirvöld segja að ástandið við verið sé öruggt eins og er.

Bandarísk yfirvöld hafa virkjað kjarnorkuviðbragðsteymi sín og fylgjast náið með framvindu mála við kjarnorkuverið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Börn í hópslagsmálum í Breiðholti og skotvopnum stolið í Kópavogi

Börn í hópslagsmálum í Breiðholti og skotvopnum stolið í Kópavogi
Fréttir
Í gær

Rússneskir hermenn falla í stríðum straumum – Ný þróun hefur breytt vígvellinum

Rússneskir hermenn falla í stríðum straumum – Ný þróun hefur breytt vígvellinum
Fréttir
Í gær

Sigmar um auglýsingar SFS – „Eitt fallegasta sjálfsmark sem hefur verið skorað á þessari öld“

Sigmar um auglýsingar SFS – „Eitt fallegasta sjálfsmark sem hefur verið skorað á þessari öld“
Fréttir
Í gær

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“