fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Pressan

Borðaði afganga af kínverskum mat – Missti fótleggi og fingur í kjölfarið

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 6. mars 2022 22:00

Það reyndist afdrifaríkt að borða afgangana.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

19 ára námsmaður í Massachusetts í Bandaríkjunum missti báða fótleggi og fingur eftir að hafa borðað afganga af kínverskum mat sem hafði verið keyptur á veitingastað.

Fyrst var skýrt frá málinu í New England Journal of Medicine í mars 2020. Þá kom fram að maðurinn hafi verið lagður inn á Massachusetts General Hospital því hann var í „sjokki, með bletti á húðinni, mörg líffæri störfuðu ekki eðlilega og útbrot dreifðust hratt um líkamann“.

„Sjúklingnum leið vel þar til 20 klukkustundum áður en hann var lagður inn. Þá byrjuðu margvíslegir magaverkir og ógleði að gera vart við sig eftir að hann borðaði afganga af hrísgrjónum, kjúklingi og lo mein frá veitingastað,“ kom fram í greininni í vísindaritinu. Síðan var versnandi ástandi hans lýst, þar á meðal uppköstum, vöðvaverkjum, andnauð, höfuðverk og versnandi sjón svo eitthvað sé nefnt.

Maðurinn var mjög alvarlega veikur. Mynd:New England Journal of Medicine

 

 

 

 

 

 

 

 

Hann mældist með 40,5 gráðu hita og hjartað sló 166 slög á mínútu. Blóðsýni voru tekin til rannsókna og sýndu að hann var með Neisseria heilahimnubólgu sem gerði að verkum að blóð hans storknaði og lifrin hætti að starfa eðlilega.

Maðurinn hafði aðeins fengið einn af þremur ráðlögðum skömmtum af heilahimnubólgubóluefni. Læknar neyddust til að taka báða fótleggi af honum og alla fingurna. Hann náði sér nokkuð hratt eftir það.

Mynd:New England Journal of Medicine

Eiturefnafræðingurinn Bernard Hsu fjallaði nýlega um málið í myndbandi á YouTube og sagði meðal annars að hér hafi verið um samspil ótrúlegrar óheppni að ræða.

New York Post segir að vinir mannsins hafi borðað af sömu afgöngum en aðeins hann hafi veikst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann

Þeir sem heimsækja Bandaríkin þurfi að sýna samfélagsmiðlasögu sína fimm ár aftur í tímann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“

Faðir ákærður eftir að 13 ára dóttir hans ók inn á skrifstofu – „Þetta leit út eins og sprenging“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður

Áhrifavaldur segir heimili sitt hafa orðið fyrir skotárás eftir hlaðvarpsþátt þar sem Charlie Kirk var sagður samkynhneigður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr

Segir að svona tali Repúblikanar um Trump á bak við luktar dyr
Pressan
Fyrir 6 dögum

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni

Borgarstjórasonur í Vínarborg trúði röngum aðila fyrir upplýsingum um auðæfi fjölskyldunnar – Myrtur í hrottalegu ráni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi

Skellti sér einn í bekkpressu og lét lífið í skelfilegu slysi