fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Pressan

150 ár frá stofnun fyrsta þjóðgarðsins

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 6. mars 2022 18:00

Frá Yellowstone en þar undir er ofureldfjall.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudaginn var því fagnað að 150 voru liðin frá því að Yellowstone þjóðgarðurinn í Bandaríkjunum var útnefndur sem fyrsti þjóðgarður heims.

CNN skýrir frá þessu. Fram kemur að það hafi verið þáverandi forseti, Ulysses S. Grant, sem hafi staðfest lög sem var ætlað að vernda dýralíf og náttúruna í Yellowstone og var Yellowstone gert að þjóðgarði.

Yellowstone varð þar með fyrsti þjóðgarðurinn í Bandaríkjunum og raunar heiminum öllum. Í dag eru um 4.000 þjóðgarðar í heiminum og eru þeir allir friðuðu náttúruverndarsvæði þar sem plöntu- og dýralíf nýtur verndar.

Í kjölfar þess að Yellowstone var gert að þjóðgarði fór boltinn að rúlla og 1890 voru Sequoia og Yosemite í Kaliforníu gerð að þjóðgörðum. Í dag eru 63 þjóðgarðar í Bandaríkjunum.

Yellowstone þjóðgarðurinn nær yfir tæplega 9.000 ferkílómetra. 96% eru í Wyoming en restin í Montana og Idaho. Nafn þjóðgarðsins er dregið af nafni Yellowstone River sem rennur í gegnum þjóðgarðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Umdeildur þingmaður snýr baki við Repúblikanaflokknum og furðar sig á vegferðinni – „Hvað í fjandanum kom fyrir?“

Umdeildur þingmaður snýr baki við Repúblikanaflokknum og furðar sig á vegferðinni – „Hvað í fjandanum kom fyrir?“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvað er Tea? – App aðeins fyrir konur og notendurnir skipta miljónum

Hvað er Tea? – App aðeins fyrir konur og notendurnir skipta miljónum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný rannsókn segir líkklæði Jesús í Tórínó vera listaverk en ekki klæði sem umlukti lík frelsarans

Ný rannsókn segir líkklæði Jesús í Tórínó vera listaverk en ekki klæði sem umlukti lík frelsarans
Pressan
Fyrir 4 dögum

ChatGPT er meðuppalandi – „Frábært að slökkva á heilanum og láta gervigreindina hjálpa mér að ala upp barnið mitt“

ChatGPT er meðuppalandi – „Frábært að slökkva á heilanum og láta gervigreindina hjálpa mér að ala upp barnið mitt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mánaðarlangri leit að höfði Julian lokið – Raunveruleikastjarna ákærð fyrir hrottalegt morð

Mánaðarlangri leit að höfði Julian lokið – Raunveruleikastjarna ákærð fyrir hrottalegt morð
Pressan
Fyrir 5 dögum

Baðvigtin kom upp um framhjáhald eiginmannsins – „Þetta er rannsókn á sérfræðistigi“

Baðvigtin kom upp um framhjáhald eiginmannsins – „Þetta er rannsókn á sérfræðistigi“