fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Skuggarefsiaðgerðir skella á Rússum – Enginn vill kaupa olíu af þeim

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. mars 2022 08:15

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Örvænting og ringulreið ríkir á olíumarkaðnum vegna innrásar Rússa í Úkraínu og refsiaðgerða Vesturlanda gegn Rússlandi. Sérfræðingar telja að ástandið geti versnað enn frekar. Ekki hefur verið gripið til neinna aðgerða gegn sölu Rússa á orku, það er að segja olíu, gasi og kolum, né heldur gegn greiðslum fyrir þessa orkugjafa. En nú er staðan sú að enginn vill kaupa þessa orkugjafa af þeim.

Rússneska olíufélagið Surgutneftegas bauð tvo skipsfarma af hráolíu til sölu á mánudaginn en enginn vill kaupa þá og skiptir þá engu að um olíu frá Úral er að ræða en það er besta hráolían frá Rússlandi.

Jótlandspósturinn segir að vikuna áður, áður en ráðist var inn í Úkraínu, hafi kaupendur verið til staðar en hafi boðið svo lágt verð að Surgutneftegas vildi ekki selja hana.

Rússar standa nú frammi fyrir því að þrátt fyrir að viðskiptaþvingunum og refsiaðgerðum hafi ekki enn verið beint að orkugeiranum þá vilja kaupendur ekki koma nálægt þeim þessa dagana. Það sama gildir um banka, tryggingafélög og skipaútgerðir.

Þetta hefur orðið til þess að verð á olíu hefur hækkað mikið og í gær fór verðið á Norðursjávarolíu yfir 110 dollara á tunnuna en svo hátt hefur það ekki verið síðan 2014.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum