fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Lygar og staðreyndir um mannfall Rússa

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. mars 2022 08:10

Lík rússneskra hermanna í Irpin. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússnesk yfirvöld viðurkenndu í fyrsta sinn í gær að mannfall hafi orðið meðal rússneskra hermanna í Úkraínu. Sagði varnarmálaráðuneytið að 498 hermenn hafi fallið og 1.597 særst.

Úkraínumenn segjast hins vegar hafa fellt rúmlega 6.000 rússneska hermenn. En hvað er rétt í þessu? Erfitt er að sannreyna þessar tölur og taka verður þeim með ákveðnum fyrirvara.

Líklegt má þó telja að fleiri en 498 rússneskir hermenn hafi fallið en færri en 6.000. Báðir aðilar ýkja líklega tölurnar. Hjá Rússum er það mikilvægt fyrir Pútín og hans fólk að „fegra“ tölurnar til að auka ekki á óvinsældir stríðsrekstrarins heima fyrir. Fyrir Úkraínumenn skiptir máli að hafa tölurnar háar til að reyna að hafa sálfræðileg áhrif á rússneska hermenn og rússneskan almenning og auka á andúð Rússa við stríðið.

Gennadij Gudkov, fyrrum þingmaður á rússneska þinginu, segir að 112 lík rússneskra hermanna hafi verið flutt til Kemerovo sem er borg í Síberíu. Það bendir til að mannfallið sé mun hærra en rússneska varnarmálaráðuneytið hefur viðurkennt.

Heimildarmenn á Vesturlöndum telja líklegt að um 2.000 hermenn hafi fallið hjá hvorum stríðsaðila um sig. Ef það er rétt þá er það mikið mannfall í samanburði við fyrri stríð Rússa.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd