fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Viðbrögð ESB komu Pútín í opna skjöldu – Stór hluti áætlunar hans hrundi strax til grunna

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. mars 2022 07:06

Úkraínskir flóttamenn við pólsku landamærin. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Strax á fyrsta degi stríðsins í Úkraínu bárust myndir af margra kílómetra löngum bílalestum út úr höfuðborginni Kyiv og við landamæri nágrannaríkjanna. Mörgum hefur þá eflaust orðið hugsað til flóttamannaholskeflunnar sem skall á Evrópu 2015 og 2016 en þá streymdu mörg hundruð þúsund flóttamenn til álfunnar, flestir frá Sýrlandi.

En nú voru viðbrögð Evrópuríkjanna allt önnur en þá. Strax í upphafi innrásar Rússa í Úkraínu tjáði Ursula von de Leyen, forseti Framkvæmdastjórnar ESB, sig um flóttamannastrauminn og sagði: „Við erum algjörlega tilbúin fyrir þá og þeir eru velkomnir.“ Þar átti hún við úkraínsku flóttamennina sem hafa streymt til nágrannaríkja Úkraínu frá upphafi stríðsins.

Sömu viðhorf heyrðust hjá leiðtogum annarra Evrópuríkja.

Þetta er breyting frá því sem var 2015-2016 þegar segja má að hver höndin hafi verið uppi á móti annarri meðal ESB-ríkjanna vegna flóttamannastraumsins. Ein af meginástæðunum fyrir þessu ólíku viðbrögðum er að flóttamannastraumurinn nú er ólíkur þeim sem var 2015 og 2016.

Hvað varðar flóttamannastrauminn 2015-2016 þá var Evrópa nær algjörlega óundirbúin fyrir hann en nú eru ríki álfunnar tilbúin. Þar má sérstaklega nefna Pólland, Ungverjaland, Slóvakíu og Rúmeníu auk Moldóvu. Þessi ríki eiga öll landamæri að Úkraínu og hafa vikum og mánuðum saman unnið að undirbúningi móttöku mikils fjölda flóttamanna frá Úkraínu. Það gerðu þessi ríki þrátt fyrir að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, og aðrir rússneskir ráðamenn reyndu að blekkja heimsbyggðina með því að halda því fram að Rússar myndu ekki ráðast inn í Úkraínu.

Nágrannaríkin voru því búin að búa sig undir flóttamannastrauminn og engin ríki hafa lokað landamærum sínum fyrir úkraínskum flóttamönnum, þvert á móti.

Það gerir Úkraínumönnum einnig auðveldarar fyrir að komast til ESB að samkvæmt samningi við ESB þá geta þeir verið í ESB í 90 daga án þess að fá vegabréfsáritun. Því er aðgangur þeirra að sambandsríkjunum mun auðveldari en hjá fólki frá til dæmis Afríku og Miðausturlöndum.

Ekki má síðan gleyma að viðhorf margra Evrópubúa til Úkraínumanna er allt annað en viðhorf þeirra til flóttamanna frá ríkjum utan álfunnar. Þeir líta á Úkraínumenn sem bræður okkar og systur því þeir eru Evrópubúar.

Pútín misreiknaði sig

Líklegt má telja að Pútín hafi misreiknað sig illilega varðandi flóttamannastrauminn frá Úkraínu. Að hann hafi reiknað með að flóttamannastraumurinn myndi reka fleyg í samstöðu Evrópuríkja og gera honum auðveldar fyrir að athafna sig í Úkraínu og draga úr samstöðu Vesturlanda. En þar misreiknaði hann sig illilega.

Heather Hurlburg, forstjóri bandarísku hugveitunnar New America og sérfræðingur í utanríkismálum, sagði í samtali við Washington Post að 2015 hafi Pútín séð hversu mikil áhrif flóttamannastraumurinn hafði á Evrópu, hann hafi raskað jafnvæginu í álfunni. Þegar Vesturlönd sýni nú að þau ráði við flóttamannastrauminn á góðan og vinsamlegan hátt þá missi Pútín eitt af verkfærum sínum, til að raska jafnvæginu á Vesturlöndum, úr höndunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Í gær

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“

Ásdís Rán svaraði Heimi Má – „Ekki segja að ég geti það ekki, ég er hér núna“
Fréttir
Í gær

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi

Íslenska lögreglan tók niður síðu hjá rafmyntasvindlurum – Gætu fengið 20 ára fangelsi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd