fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Telur að Rússar muni sigra í Úkraínu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 2. mars 2022 21:40

Albert Jónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra, telur að Rússar muni ná hernaðarlegum takmörkum sínum í Úkraínu þrátt fyrir umræðu undanfarið um að hernaðurinn gangi illa og Úkraínumenn veiti meiri mótspyrnu en búist var við.

Rætt var við Albert í Kastljósi í kvöld.

Albert segir að löng liðsflutningalest sé á leið til Kænurgarðs úr norðri og yfir henni vaki rússneski flugherinn en það sé lykilatriði að Rússar hafi yfirráð í lofti.

Ennfremur séu Rússar að króa af þann hluta úkraínska hersins sem er í austurhluta landsins og girða fyrir að hann geti ráðist á rússneska herinn sem er byrjaður að umkringja Kænugarð.

Albert telur nær öruggt að Rússa muni vinna hernaðarlegan sigur. Efnhagslegar þvinganir Vesturveldanna gegn Rússum séu farnar að bíta mjög en ekki sé hægt að einangra Rússa að fullu viðskiptalega enda geti þeir alltaf snúið viðskiptum sínum til Kína og Indlands.

Albert segir að markmið Rússa sé ekki að hernema Úkraínu en markmiðið sé að ná yfirráðum í Kænugarði og víðar sem muni takast. Albert segir að Vesturveldin muni ekki flytja vopn til Úkraínumanna því það feli í sér beina þátttöku í stríðinu. Vopn verði líklega flutt til Póllands þaðan sem Úkraínumenn reyni að koma þeim inn í landið en erfitt sé að koma vopnum í réttar hendur á réttum stað og réttum tíma.

Albert segir að Úkraína tengist ekki grundvallaþjóðaröryggishagsmunum Bandaríkjanna og landið sé á áhrifasvæði Rússlands, sem er kjarnorkuvopnaveldi. Þess vegna standi Úkraínumenn hernaðarlega einir.

Albert telur ólíklegt að Rússar muni reyna að hernema Eystrasaltsríkin í kjölfarið. Þeir eigi fullt í fangi með Úkraínu og stefni ekki á frekari landvinninga.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“

Vilhjálmur foxillur út í ríkisstjórnina „Það er ekki réttlæti. Það er svívirða“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“
Fréttir
Í gær

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus
Fréttir
Í gær

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“
Fréttir
Í gær

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Í gær

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný