fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Sigrún Waage leikkona – ,,Þetta er ekkert feimnismál lengur“ 

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Föstudaginn 25. febrúar 2022 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég greindist með forstigsbreytingar í leghálsi þegar ég var að æfa Yndisfríð og ófreskjan í Þjóðleikhúsinu um árið. Ég lék aðalhlutverkið og þegar ég fór í speglunina ákvað ég að segja einni leikkonunni, því ég átti alveg eins von á því að þurfa að fara í keiluskurð eins og búið var að undirbúa mig undir. Ef það hefði orðið, hefði þurft að fresta frumsýningu leikritsins. Leikkonan fór að skellihlæja og sagðist vera í nákvæmlega sama pakka. Ég slapp hins vegar við keiluskurðinn og var undir reglulegu eftirliti í nokkur ár.“

Dóttir Sigrúnar er 25 ára gömul og Sigrún hefur brýnt fyrir henni að fara reglulega í skimun.

„Það er eðlilegasti hlutur fyrir konur að fylgjast með sjálfum sér og fara reglulega í skoðun. Maður á kannski bara þetta eina líf. Hvað veit maður? En það skiptir máli að haga lífi sínu eftir því. Ég hef litið á krabbameinsskimanirnar eins og að fara til tannlæknis. Þetta er bara eitthvað sem þarf að gera. Um leið og ég fæ bréfið tek ég upp símann og panta tíma.“

Sigrún telur að aukið aðgengi að upplýsingum hafi haft mikið að segja fyrir konur til að opna umræðuna um skimanir og deila reynslu af frumbreytingum eða keiluskurðum.

„Þegar ég var í háskólanámi í New York þurfti maður að fara á bókasafnið til að ná í upplýsingar um þessa hluti. Ég fór í skimun á Íslandi, enda hefðu námslánin ekki dugað fyrir kvensjúkdómalækni í New York. Nú eru upplýsingarnar auðsóttar á netinu og maður getur flett nánast öllu upp, eitthvað sem mæður okkar gátu ekki gert. Þetta er ekkert feimnismál lengur en það er mismunandi hvort konur deila þessu í kvennahópum því þeir eru líka mismunandi. Leikkonuhópurinn er til dæmis þannig að þar er talað um allt. En svo er mikilvægt að geta deilt hlutum með góðu fólki og ég er svo heppin að eiga þrjár nánar systur sem ég get deilt þessum hlutum með og svo segir maður auðvitað bestu vinkonum sínum frá því sem skiptir mann máli í lífinu.“

 

Sigrún Waage leikkona er ein 11 kvenna sem deila persónulegri reynslusögu sinni í tengslum við hvatningarátakið Er komið að skimun hjá þér? sem stendur yfir í febrúar. Átakið er á vegum Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en markmiðið er að minna á mikilvægi skimana fyrir leghálskrabbameini. Allar frekar upplýsingar um átakið má finna hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Tölurnar koma ekki vel út fyrir Ísland – „Gengur ekki svona“

Tölurnar koma ekki vel út fyrir Ísland – „Gengur ekki svona“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““
Fréttir
Í gær

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu