fbpx
Föstudagur 15.ágúst 2025
Fréttir

Er þriðja heimsstyrjöldin hafin?

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 25. febrúar 2022 11:00

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í vikunni eftir að nasistar réðust inn í Pólland birti tímaritið Time tölublað þar sem tekið var fram að seinni heimsstyrjöldin hefði hafist þann 1. september með loftárás Þjóðverja á pólska bæinn Puck.

Nú þegar sólarhringur er liðinn síðan innrás Rússa í Úkraínu hófst velta margir fyrir sér hvort innrásin marki upphaf þriðju heimsstyrjaldarinnar. VOA fjallar um einmitt þetta, það er að segja hvort það sé kominn tími til að segja að þriðja heimsstyrjöldin sé hafin.

„Nei, hún er það ekki,“ segir Joshua Pollack, ritstjóri The Nonproliferation Review og fyrrum ráðgjafi bandarísku ríkisstjórnarinnar í málum sem tengjast gereyðingavopnum. „Raunverulega spurningin er hvort þetta sé upphafið að seinna kalda stríðinu. Svarið við þeirri spurningu veltir á því hversu lengi Pútín og hans stjórn heldur völdum.“

Naoko Wake, söguprófessor við Michigan State háskólann, er á sömu skoðun og Pollack. „Þetta virðist vera einn af upphafspunktum seinna kalda stríðs,“ segir hún.

Kenneth Weinstein, heiðursmeðlimur hugveitunnar Hudson Institute, er einnig á því að þriðja heimsstyrjöldin sé ekki hafin. „Við erum langt frá þriðju heimsstyrjöldinni en við erum þó mun nærri henni en fyrir sólarhring síðan,“ segir hann. Weinstein segir að þriðja heimsstyrjöldin hefjist ekki fyrr en Rússar ráðast á þjóð í Atlantshafsbandalaginu, Kína ræðst um leið á Taiwan og Íran á Sádi-Arabíu. „Þessi atburðarrás er óhugsandi en ekki ómöguleg.“

Brett Bruen, fyrrum forstöðumaður í Hvíta húsinu, tekur í sama streng og hinir og segir að of snemmt sé að tala um að þriðja heimsstyrjöldin sé hafin. „Engu að síður er augljóslega styrjöld hafin um allan heim milli lýðræðisríkja og einræðisstjórna. Þó svo að stríðið fari ekki fram á vígvellinum þá er það í gangi á netinu og í gegnum stríð á ákveðnum svæðum eins og í Úkraínu og Afghanistan.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Geisladiskabúð Valda komin með nýtt húsnæði

Geisladiskabúð Valda komin með nýtt húsnæði
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sænskur ráðherra með hrollvekjandi ummæli varðandi Rússland – „Við undirbúum okkur undir árás“

Sænskur ráðherra með hrollvekjandi ummæli varðandi Rússland – „Við undirbúum okkur undir árás“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrstu langtímasamningarnir um liðskiptaaðgerðir og fleiri skurðaðgerðir

Fyrstu langtímasamningarnir um liðskiptaaðgerðir og fleiri skurðaðgerðir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leið miklar kvalir í flugvél á Keflavíkurflugvelli en fær ekkert fyrir – „Sjálf lá ég með fætur á gólfinu og höfuð ofan á sæti“

Leið miklar kvalir í flugvél á Keflavíkurflugvelli en fær ekkert fyrir – „Sjálf lá ég með fætur á gólfinu og höfuð ofan á sæti“